Leikarinn John Travolta telur að ef Anna Nicole Smith hefði verið í Vísindatrúarkirkjunni þá hefði ekki farið fyrir henni eins og raun bar en hún lést í síðasta mánuði, af því sem talið er, sökum lyfjaneyslu. John Travolta er einn þeirra fjölmörgu Hollywood stjarna sem undanfarið hafa tekið upp trú Vísindakirkjunnar.
John Travolta telur að ef að Anna Nicole hefði gengist undir Narconon meðferð, sem er lyfja- og afeitrunarmeðferð sem stofnandi Vísindakirkjunnar, L. Ron Hubbard, bjó til þá hefði hún ekki látið lífið.
Narconon meðferðin er umdeild meðferð. Þeir Vísindatrúarkirkjumenn sem gengið hafa í gegn um meðferðina segja hana svínvirka en margir sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum efast um virkni hennar.
Anna Nicole Smith og John Travolta léku saman í kvikmyndinni Be Cool árið 2005.