Lífið

Morissette og Reynolds slíta trúlofun

Alanis og Ryan þegar ástin blómstraði
Alanis og Ryan þegar ástin blómstraði MYND/Kathy Hutchins - Hutchins Photo

Þau eru ekki langlíf ástarsamböndin í Hollywood. Söngkonan Alanis Morissette og leikarinn Ryan Reynolds hafa slitið trúlofun sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þau hætta saman en þau tilkynntu áður um skilnað í júní síðastliðnum. Sú sambandsslit stóðu ekki lengi yfir en til þeirra sást nokkrum vikum síðar á gangi í Vancover og síðar haldandi í hendur og kyssandi hvort annað í Los Angeles og New York.

Í fréttatilkynningu þeirra til People tímaritsins kemur fram að þau hafi sameiginlega ákveðið að slíta trúlofununinni. Þau ætli að halda áfram að vera góðir vinir og bera virðingu hvort fyrir öðru en óski eftir því að fjölmiðlar virði einkalíf þeirra.

Alanis og Ryan, sem eru bæði fædd í Kanada, byrjuðu að hittast árið 2002 og trúlofuðu sig árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.