Lífið

Britney verðmerkt

Britney Spears verðmerkt. Sjá má móta fyrir verðmiðanum á baki hennar.
Britney Spears verðmerkt. Sjá má móta fyrir verðmiðanum á baki hennar. MYND/AP

Söngdívan fallandi, Britney Spears, lét sig ekki vanta á tískuvikuna í New York um helgina. Britney var sérstakur gestur hönnuðarins Kimoru Lee Simmons, á sýningu Baby Phat. Var Britney íklædd svörtum kjól en það var ekki kjóllinn sem vakti mesta athygli.

Hafði Britney láðst að taka verðmiðann af kjólnum en hann mátti sjá undir þunnu efninu. Ekki tókst þetta vel hjá Britney í þetta skiptið en hún hefur ekki þótt mjög meðvituð um klæðaburð sinn síðustu misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.