Lífið

Vill helming eigna

Sálargoðsögnin lést á jóladag eftir farsælan feril.
Sálargoðsögnin lést á jóladag eftir farsælan feril.

Tomi Rae Hynie, ekkja James Brown, hefur höfðað mál þar sem hún óskar eftir helmingi eigna sálargoðsagnarinnar.

Hún vill jafnframt fá aðgang að heimili Brown til að endurheimta eigur sínar og fimm ára sonar þeirra. Hin 36 ára Hynie, sem var bakraddasöngkona Brown, segist hafa verið meinaður aðgangur að húsinu eftir að hann lést í desember síðastliðnum.

Lögfræðingar Browns segja að Hynie hafi þegar verið gift þegar hún gekk að eiga Brown árið 2001 og því hafi hjónaband þeirra verið ógilt. Hvergi var minnst á hana og son þeirra í erfðaskrá Brown. Aðeins sex fullorðin börn Brown voru þar nefnd sem erfingjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.