Óviðunandi hagur 8. maí 2007 06:00 Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun