Lífið

Madonna vill vera eins og Gandhi

Madonna vill vera eins og Gandhi.
Madonna vill vera eins og Gandhi.
Poppstjarnan Madonna segist vilja vera eins og Gandhi, Martin Luther King og John Lennon. Þetta sagði hún í viðtali við bandarísku útvarpsstöðina Sirius. Hún bætti við að hún vildi líka halda lífi. Þá sagði hún það besta í heimi vera að sjá eða heyra af einhverju og óska að hafa gert það sjálfur. Það sé hvetjandi.

Í viðtali við útvarspsstöðina varði efnishyggjustúlkan krossfestingaratriðið sem olli miklum usla á síðasta tónleikaferðalagi hennar. Hún sagði að allir þyrftu á Jesú að halda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.