Innlent

Nokkur erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum um helgina hafa farið vel fram. Lögreglan segir helgina með rólegri Verslunarmannahelgum en fimm fíkniefnamál komu þó upp í gær og í nótt.

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Fimm fíkniefnamál komu upp í nótt og í gær. Í einu tilviki var um ræða tæplega tvítugan karlmann sem á fundust fjórtán skammtar af LSD. Alls hafa níu fíkniefnamál komið upp í Eyjum um helgina sem er nokkuð minna en oft hefur verið. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel og hafa verið óvenju tíðindalitla miðað við fyrri Verslunarmannahelgar.

Nokkuð hvasst var í Eyjum undir morgun en lögreglan segir veðrið þó ekki hafa valdið vandræðum. Fyrir helgina voru gestir fluttir úr Herjólfsdal inn í íþróttahús vegna veðurs en í gær og í dag hefur veðrið leikið við þjóðhátíðargesti.

Talið er að hátt í níu þúsund manns séu á þjóðhátíð en í gærkvöldi var flugeldasýning og var meira lagt í hana í hana þetta árið en fyrri ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×