Innlent

Töluverður erill á Neskaupsstað

Töluverður erill var hjá lögreglu á Neskaupsstað í nótt. Lögregla lagði hald á töluvert magn áfengis hjá unglingum á tjaldsvæðinu og í miðbænum. Þá var töluvert um slagsmál og stympingar í bænum í nótt, og gistu þrír fangageymslur vegna þessa. Ein líkamsárás var kærð. Einn var stöðvaður um sexleitið í morgun, grunaður um ölvun við akstur. Þá voru 13 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Norðfjarðarvegi. Alls hafa því þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur á svæðinu það sem af er helginni. Ekkert fíkniefnamál hefur komið upp á Neskaupsstað það sem af er helgi, en öflugt eftirlit er með slíku í bænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×