Innlent

Kappaflingi auglýsingin á meðal þeirra bestu í heimi

John Cleese í faðmlögum við Python slöngu.
John Cleese í faðmlögum við Python slöngu. MYND/AP

Auglýsing Kaupþings banka með breska gamanleikaranum John Cleese hefur verið tilnefnd sem ein af bestu fyrirtækjaauglýsingum í heimi á Cannes Lions auglýsingahátíðinni í Frakklandi.

Auglýsingarnar vöktu mikla athygli hér á landi en þær voru gerðar vegna breytingar á nafni KB-banka í Kaupþing um áramótin og hafði auglýsingastofan NM umsjón með gerð þeirra. Nú hefur hróður þeirra náð út fyrir landsteinana en tilnefning á Cannes Lions hátíðinni þykir mikill heiður.

Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er ár hvert. Í tilkynningu frá Kaupþing banka kemur fram að um fjögur þúsund auglýsingar hafi keppt um tilnefningu, en aðeins 30 komist í úrslit. Úrslitin verða tilkynnt á laugardaginn við hátíðlega athöfn. Af auglýsingum annarra fyrirtækja sem keppa í sama flokki má nefna auglýsingar frá Adidas, Toyota, og Siemens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×