Formúla 1

Tapsárasta lið ársins

Lauda er forviða á vinnubrögðum McLaren í ár
Lauda er forviða á vinnubrögðum McLaren í ár NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum heimsmeistarinn Niki Lauda segir að McLaren liðið ætti að skammast sín fyrir að örvæntingarfullar tilraunir sínar til að landa titli ökumanna í Formúlu 1.

McLaren er að reyna að láta dæma stig af tveimur mótherja sinn vegna meints ólöglegs eldsneytis í Brasilíukappakstrinum og Lauda þykja þetta aulaleg vinnubrögð.

"Þetta er hneykslanlegur endir á fáránlegu tímabili. Ef McLaren hefur erindi sem erfiði í áfrýjun sinni á liðið ekki skilið að fá heimsmeistaratitil - nær væri að sæma það titlinum tapsárasta lið ársins," sagði þrefaldi heimsmeistarinn í samtali við þýska blaðið Bild.

Fyrr á tímabilinu voru öll stigin dæmd af liðinu í keppni bílasmiða vegna njósnamálsins ljóta og því hefur tímabilið ekki verið sérlega glæsilegt hjá McLaren, þrátt fyrir frábæra frammistöðu nýliðans Lewis Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×