Lífið

Federline með óhreint mjöl í pokahorninu

MYND/Getty
Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, er sagður hafa reykt maríjúana á meðan tökur á nýjum sjónvarpsþætti stóðu yfir. Hinn 29 ára gamli Federline, sem hefur átt í hatrammri forræðisdeilu við Spears, mun koma fram sem gestaleikari í unglingaþáttunum One Tree Hill. Hann kom starfsfólki og leikurum þáttarins á óvart þegar hann tók sig til og kveikti í hverri jónunni á fætur annarri á tökustað.

Samkvæmt heimildamanni dagblaðsins New York Daily News reykti Kevin maríjúana nánast allan tímann á meðan tökum stóð. "Lyktin var svo megn og það fór ekki framhjá neinum að hann var ekki að reykja venjulega sígarettur," er haft eftir heimildarmanninum. "Honum virtist standa alveg á sama og gerði ekkert til að fela neysluna."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.