Lífið

Óboðinn gestur hjá Nicholas Cage

Cage kann lagið á innbrotsþjófum.
Cage kann lagið á innbrotsþjófum.

Fjörtíu og fimm ára gamall klæðskeri hefur verið ákærður fyrir innbrot á heimili Hollywood leikarans Nicholas Cage aðfararnótt síðastliðins þriðjudags. Klæðskerinn, sem heitir Robert Dennis Furo, neitaði sök fyrir yfirrétti í Orange sýslu, samkvæmt heimildum frá talsmanni saksóknara í sýslunni. Furo var úrskurðaður í gæsluvarðhald gegn 50 þúsund dala tryggingu. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm.

Cage óskaði eftir aðstoð öryggisvarðar um hálftvö leytið aðfararnótt þriðjudags þegar hann sá mann flækjast um inni á heimili sínu íklæddum jakka í hans eigu. Öryggisvörðurinn óskaði eftir aðstoð lögreglunnar en þegar laganna verðir komu á staðinn var leikarinn geðþekki búinn að fylgja manninum út af heimili sínu, án þess að hann veitti mótspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.