Innlent

Samkeppni virkari en áður hjá olíufélögunum

Virkari samkeppni á olíumarkaðnum hérlendis varð til þess að afkoma olíufyrirtækjanna er lakari nú en fyrri ár. Slegist er um hvern viðskiptavin að sögn Alberts Þórs Magnússonar, framkvæmdrastjóra Atlantsolíu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu þá var afkoma olíufélaganna mun lakari á fyrri hluta þessa árs en árin þar á undan sem leiðir líkur að því að samkeppni sé orðin mun harðari á þessum markaði en áður. Þeir stjórnendur olíufélaganna sem fréttastofa ræddi við taka undir þetta og segja að reksturinn sé orðinn mjög harður og að slegist sé um hvern viðskiptavin. Albert Þór Magnússon, framkvæmdarstjóri Atlantsolíu tók einnig undir þetta þegar fréttastofa ræddi við hann í morgun. Hann sagði af sem áður var hjá stóru olíufélögunum. Það skýri þó ekki þá verðhækkun á eldsneyti sem varð nú um helgina heldur sé það frekar svo að reynt sé að draga það eins lengi og unnt er að hækka verðið og að hækkunin sé í raun ekki næg til að mæta breytingum á gengi dollars. Albert Þór benti þó á að enn séu stóru olíufélögin í samstarfi, til að mynda í sambandi við birgðargeymslu og fleira en nú lúti þeir sömu lögmálum markaðarins og Atlantsolía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×