Innlent

Rýr efirtekja í Baugsmáli segir Tryggvi Jónsson

Baugsmálið hefur verið keyrt áfram af hörku og með saumnálaleit, segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Hann hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í gær meðal annars fyrir að draga sér fé vegna garðsláttuvélar og golfsetts. Hann segir þetta rýra eftirtekju eftir fimm ár og þegar lagt hafi verið upp með ákærur um ellefuhundurð milljóna króna fjársvik.

Héraðsdómur bætti í gær þremur mánuðum við skilorðsbundin fangelsisdóm Tryggva en í fyrra mánuði hlaut hann 9 mánaða dóm meðal annars fyrir bókhaldsbrot. Var hann í gær dæmdur fyrir rúmlega 500 þúsund króna frjárdrátt með því að láta Baug borga fyrir garðsláttuvél og golfsett. Þetta þykir honum hart þegar þolandinn - fyrirtækið kannist ekki við að hafa orðið fyrir tjóni. Segir hann að þetta einkenni málið allt - þolandi meintra glæpa finnist ekki. Málareksturinn allur hafi einkennst af hörku og saumnálaleit.

Samkvæmt 66. grein hlutafélagalafga má Tryggvi ekki sitja í stjórn eða gegna stöðu framkvæmdastjóra ef Hæstiréttur staðfestir þessa niðurstöðu. Þetta segir Tryggvi að muni varla standast atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár enda undarlegt ef honum yrði meinað að sitja í stjórn, eða framkvæmdastýra eigin fyrirtæki.

Dómi Tryggva verður áfrýjað til Hæstaréttar og verður það vart fyrr en á næsta ári - sex árum frá upphafi Baugsmálsins, sem dómur fellur. Hann segir dóminn í gær rýra efitirtekju nú þegar stutt er í fimm ár húsleitar lögreglu í höfuðstöðvum Baugs, "innrásarinnar" - eins og hann nefnir hana, en fjársvikamálið hafi um tíma numið ellefu hundruð milljónum króna. Niðurstaða gærdagsins hafi verið 500 þúsund króna fjárdráttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×