Innlent

282 krakkar dorguðu á Flensborgarbryggju

Aflabrögð voru ágæt á Flensborgarbryggju í gær.
Aflabrögð voru ágæt á Flensborgarbryggju í gær.
282 hafnfirskir krakkar tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju í gær. Aflabrögð voru ágæt en talið er að um 300 fiskar hafi verið dregnir á land. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti og fyrir flesta veidda fiska, þann stærsta og fyrir furðufisk ársins.

 

Sigmar Ólafsson 8 ára, veiddi flestu fiskana eða 8 talsins. Í öðru sæti var Katrín Helga Ólafsdóttir 10 ára með 7 fiska og jöfn í þriðja sæti voru þau Freyja Fannberg Þórsdóttir og Máni Ingason með 5 fiska. Í flokknum þyngsti fiskurinn var Jóhann Alexander Ólsen Pálmason með 357 gramma kola. Furðufiskur ársins var hins vegar þaragrænn sæsnigill.

 

Siglingaklúbburinn Þytur aðstoðaði keppendur ásamt fjölmennu starfsliði leikjanámskeiðanna í bænum.

 

Sigurvegararnir fengu bikar og veiðistöng frá Veiðibúðinni við lækinn í verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×