Innlent

Björn áfram formaður Þingvallanefndar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður áfram formaður Þingvallanefndar en hann var kosinn til starfans á fyrsta fundi nýrrar Þingvallanefndar í gær.

Í tæp áttatíu ár hafa þingmenn verið kosnir í Þingvallanefnd, fyrst þrír en frá árinu 2004 hafa þingmennirnir í nefndinni verið sjö. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er varaformaður nefndarinnar en auk þeirra Björns sitja þau Arnbjörg Sveinsdóttir, Kjartan Ólafsson, Lúðvík Bergvinsson, Bjarni Harðarsson og Kolbrún Halldórsdóttir í Þingvallanefnd.

Fram kemur á vef Þingvalla að eftir stuttan fund í Reykjavík með Sigurði K. Oddssyni þjóðgarðsverði hafi nefndin farið til Þingvalla og farið um þjóðgarðinn. Rætt var við starfsfólk um helstu þætti í starfsemi þjóðgarðsins og fjallað um þau verkefni sem liggja fyrir á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×