Innlent

Faðir gagnrýnir stjórnvöld í minningargrein um dóttur sína

Rúmlega tvítug kona, sem lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fíkniefnum, var borin til grafar í dag. Faðir konunnar segir í minningargrein um hana að langbrýnasta verkefni samfélagsins sé að sporna gegn eiturlyfjasölu.

Faðirinn gagnrýnir stjórnvöld fyrir að stinga höfðinu í sandinn gagnvart eiturlyfjavánni á sama tíma og uppi eru miklar varnir gegn hryðjuverkum - sem aldrei hafa verið framin á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×