Formúla 1

Raikkönen: Hvert stig skiptir máli

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Kimi Raikkönen, ökumaður Ferrari liðsins í Formúluakstri segir að nú skipti hvert stig máli. Fyrir þremur umferðum deildi hann efsta sætinu með Alonso og Hamilton en nú situr hann í fjórða sæti og hann er að vonum ekki sáttur við það.

Raikkönen verður fjórði á ráspól í Indianapolis kappakstrinum sem fram fer í dag.

Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið fimm stig í síðustu þremur keppnum stefnir hann ákveðinn á meistaratitilinn. „Maður þarf bara að vera þolinmóður, vinna mikið og reyna að gera allt rétt," sagði Raikkönen, sem nú er 21 stigi áftir efsta manni, Lewis Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×