Enski boltinn

Joey Barton loksins farinn til Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um.

Málið snerist um það hvort leikmaðurinn hefði farið fram á sölu sjálfur eða verið neiddur til að fara, en eins og þeir vita sem fylgjast með enska boltanum - gáfust forráðamenn City upp á leikmanninum og vandræðunum sem hafa fylgt honum innan sem utan vallar á síðustu árum. Barton er annar leikmaðurinn sem Sam Allardyce fær til Newcastle í sumar á hæla Mark Viduka frá Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×