Innlent

93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla

93% þeirra sem voru að ljúka grunnskóla ætla í framhaldsskóla.
93% þeirra sem voru að ljúka grunnskóla ætla í framhaldsskóla. MYND/Anton

Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda.

Í tilkynningu frá menntamálaráðuneyti kemur fram að flestar umsóknir hafi borist Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík og Kvennaskólanum. „Þessir skólar þurfa að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem höfðu valið þá sem fyrsta kost," segir í tilkynningunni en tekið er fram að þeir nemendur eigi þó vist vísa í öðrum skólum þar sem pláss er nægilegt í framhaldsskólunum.

Þá sóttu um 3.000 eldri nemendur, sem annað hvort óska eftir að skipta um skóla eða hefja nám að nýju, um skólavist í dagskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×