Innlent

Hátt í 300 manns komu að leitinni

Leitin að kajakræðurunum var gríðarlega umfangsmikil. Á þriðja hundrað manns úr tuttugu björgunarsveitum, skip og bátar frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu á Vesturlandi tóku þátt í leitinni.

Leitin stóð frá því snemma í gærkvöldi þegar ekkert hafði spurst til kajakræðaranna í dágóðan tíma. Þá var vitað að ræðararnir lögðu af stað frá Garðskaga á leið í Skarðsvík á Snæfellsnesi

Sex björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt níu harðbotna slöngubátum og 18 minni bátum voru notaðir við leitina og um 200 björgunarsveitarmenn leituðu bæði á sjó, Faxaflóa og vestari hluta Breiðafjarðar, og á landi, frá Búðum á Snæfellsnesi að Hellissandi. Beindist leitin að vestanverðu Nesinu og allt norður að Bjargtöngum og gengnar voru fjörur á stóru svæði og leitað á bátum undan ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×