Innlent

Skora á ráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar

Sjómenn telja nóg af fiski í sjónum.
Sjómenn telja nóg af fiski í sjónum. MYND/365

Einhliða niðurskurður á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er stórlega varasöm að mati stjórnar Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestamannaeyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Þeir skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingar á aflareglu í þorski.

Fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Verðandi að álit Hafrannsóknarstofnunar á stærð þorskstofnsins um þessar mundir sé ekki nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna á miðunum.

Stjórnin varar stórlega við einhliða niðurskurði á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár og skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×