Vill fara yfir lög um fjármál stjórnmálaflokka 6. júní 2007 14:01 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að fara þyrfti yfir lög um fjármála stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það var Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins við upphaf þingfundar og gerði kosningablað DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að umtalsefni. Taldi Guðni hvort tveggja alvarlegt inngrip inn í kosningabaráttuna. Spurði hann forsætisráðherra hvort ekki þyrfti í ljósi þess að endurskoða lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde sagði að stjórnmálaflokkarnir hefðu beitt sér fyrir lögunum til þess að draga úr áhrifum fyrirtækja á flokkana og miklar vonir hafi verið bundnar við löggjöfina. Um blað DV hefði hann sagt í kosningabaráttunni að það ætti að setja á reikning stjórnarandstöðunnar. Sagði hann fremur að bent hefði verið á að upp gætu komið hliðarsamtök við stjórnmálaflokkana sem myndu heyja baráttu fyrir þá og tiltekin samtök hafi í kosningabaráttunni stutt með beinum eða óbeinum hætti við málstað flokka. Sagði Geir því tilefni til að skoða þessa nýju löggjöf. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði flokkinn hafa verið ánægðan með nýju löggjöfina og það samkomulag sem gert hafi verið um kostnað í kosningabaráttunni. Tók hann þó undir að skoða þyrfti löggjöfina og full ástæða væri til að endurnýja samkomulagið um kostnað við auglýsingar með góðum fyrirvara fyrir næstu kosningar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þakkaði Geir skýr svör og sagði forsætisráðherra í raun fordæma það inngrip sem hafi átt sér stað í kosningabaráttunni. Tók hann undir með forsætisráðherra hætta væri á því að flokkarnir kæmu upp samtökum af einhverju tagi sér til stuðnings. Það væri lýðræðinu hættulegt að gripið væri inn í kosningabaráttuna eins og DV og Jóhannes í Bónus hefðu gert. Hvað með Staksteina? Jón Magnússon kvaddi sér þá hljóðs og undraðist umræðurnar. Vísaði hann í orð forsætisráðherra um að umrætt kosningablað DV hefði átt að skrifa á reikning stjórnarandstöðunnar og spurði hvort það ætti þá að skrifa Stakteina og leiðara Morgunblaðsins og leiðara fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðið á reikning Sjálfstæðisflokksins. Sagði Jón að þetta væri spurning um hvar mörkin lægju og gefa ætti einstaklingum svigrúm til þess að tjá sig. Sama hversu smekklegt eða ósmekklegt mönnum fyndist tiltekið athæfi þá væri málfrelsi bundið í stjórnarskrá. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði vandann í málinu tjáningar- og prentfrelsið. Hann myndi eftir að í Bændablaðinu hefði Samfylkingin verið sögð bændum hættuleg en honum hefði ekki dottið í hug að tengja það tilteknum flokkum. Tjáningarfrelsi væri í landinu og hann sæi ekki neina auðvelda lausn í málinu. Sagði Guðna að hætta að væla Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að Guðni Ágústsson hefði hvað stærstan hramm að skella og menn hefðu orðið fyrir honum á þingi án þess að kveinka sér undan því. Guðni yrði sömuleiðis að taka þeim pústrum sem honum væru veittir á móti. Sagði Össur það stjórnarskrárbundinn rétt manna að tjá sig og að hann vildi ekki taka upp lög um hvað Hreinn Loftsson mætti segja, en Hreinn ritaði grein í umrætt kosningablað DV og sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskastjórnina. Ítrekaði Össur að menn þyrftu að geta tekið pústrum í pólitík og ættu ekki að koma í pontu og væla. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að fara þyrfti yfir lög um fjármála stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það var Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins við upphaf þingfundar og gerði kosningablað DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að umtalsefni. Taldi Guðni hvort tveggja alvarlegt inngrip inn í kosningabaráttuna. Spurði hann forsætisráðherra hvort ekki þyrfti í ljósi þess að endurskoða lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde sagði að stjórnmálaflokkarnir hefðu beitt sér fyrir lögunum til þess að draga úr áhrifum fyrirtækja á flokkana og miklar vonir hafi verið bundnar við löggjöfina. Um blað DV hefði hann sagt í kosningabaráttunni að það ætti að setja á reikning stjórnarandstöðunnar. Sagði hann fremur að bent hefði verið á að upp gætu komið hliðarsamtök við stjórnmálaflokkana sem myndu heyja baráttu fyrir þá og tiltekin samtök hafi í kosningabaráttunni stutt með beinum eða óbeinum hætti við málstað flokka. Sagði Geir því tilefni til að skoða þessa nýju löggjöf. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði flokkinn hafa verið ánægðan með nýju löggjöfina og það samkomulag sem gert hafi verið um kostnað í kosningabaráttunni. Tók hann þó undir að skoða þyrfti löggjöfina og full ástæða væri til að endurnýja samkomulagið um kostnað við auglýsingar með góðum fyrirvara fyrir næstu kosningar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þakkaði Geir skýr svör og sagði forsætisráðherra í raun fordæma það inngrip sem hafi átt sér stað í kosningabaráttunni. Tók hann undir með forsætisráðherra hætta væri á því að flokkarnir kæmu upp samtökum af einhverju tagi sér til stuðnings. Það væri lýðræðinu hættulegt að gripið væri inn í kosningabaráttuna eins og DV og Jóhannes í Bónus hefðu gert. Hvað með Staksteina? Jón Magnússon kvaddi sér þá hljóðs og undraðist umræðurnar. Vísaði hann í orð forsætisráðherra um að umrætt kosningablað DV hefði átt að skrifa á reikning stjórnarandstöðunnar og spurði hvort það ætti þá að skrifa Stakteina og leiðara Morgunblaðsins og leiðara fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðið á reikning Sjálfstæðisflokksins. Sagði Jón að þetta væri spurning um hvar mörkin lægju og gefa ætti einstaklingum svigrúm til þess að tjá sig. Sama hversu smekklegt eða ósmekklegt mönnum fyndist tiltekið athæfi þá væri málfrelsi bundið í stjórnarskrá. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði vandann í málinu tjáningar- og prentfrelsið. Hann myndi eftir að í Bændablaðinu hefði Samfylkingin verið sögð bændum hættuleg en honum hefði ekki dottið í hug að tengja það tilteknum flokkum. Tjáningarfrelsi væri í landinu og hann sæi ekki neina auðvelda lausn í málinu. Sagði Guðna að hætta að væla Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að Guðni Ágústsson hefði hvað stærstan hramm að skella og menn hefðu orðið fyrir honum á þingi án þess að kveinka sér undan því. Guðni yrði sömuleiðis að taka þeim pústrum sem honum væru veittir á móti. Sagði Össur það stjórnarskrárbundinn rétt manna að tjá sig og að hann vildi ekki taka upp lög um hvað Hreinn Loftsson mætti segja, en Hreinn ritaði grein í umrætt kosningablað DV og sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskastjórnina. Ítrekaði Össur að menn þyrftu að geta tekið pústrum í pólitík og ættu ekki að koma í pontu og væla.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira