Innlent

Breyttur landsliðshópur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í kvöld. Nokkrar breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Lichtenstein á laugardaginn. Ólafur Örn Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Arnar Þór Viðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson koma inn í liðið. Kristján Örn Sigurðsson, Matthías Guðmundsson, Stefán Gíslason, Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson verða ekki með.

Byrjunarliðið verður þannig skipað í kvöld:

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson

Miðverðir: Ólafur Örn Bjarnason og Ívar Ingimarsson

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson, fyrirliði og Arnar Þór Viðarsson

Sóknartengiliður: Theódór Elmar Bjarnason

Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×