Alþingi sett 31. maí 2007 19:19 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rifjaði upp í þinsetningarræðu sinni í dag að herstöðvarmálið hefði gufað upp á liðnum vetri en þar hefði verið átakamál sem klofið hefði þjóðina í áratugi. Ennfremur sagði hann að það sýndi styrk lýðræðisins hvernig fjölmiðlaflóran hefði gefið stjórnmálamönnum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap sínum til skila í kosningabaráttunni. Þetta væri framför frá tímum flokksmálgagna. Þingsetningin hófst í dag með messu í Dómkirkjunni samkæmt hefð. Á meðan þingmenn hlýddu á messu stilltu stilltu lögreglumenn sér upp í heiðursvörð fyrir framan þinghúsið. Að messu lokinni gengu þingmenn og ráðherrar yfir í þinghúsið og heiðursverðirnir heilsuðu með því að bera hönd að húfuskyggni. Fyrir hádegi hittust þingflokkar stjórnarflokkana og ákváðu skipan í þingnefndir. Formaður fjárlaganefndar verður Samfylkingarmaðurinn Gunnar Svavarsson og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson formaður utanríkismálanefndar. Formennska í öðrum nefndum fylgja þeim flokki sem fer með málaflokkinn í ríkisstjórn: Samfylking hefur þessa nefndarformenn: Ágúst Ólafur Ágústsson í viðskiptanefnd, Katrín Júlíusdóttir í iðnaðarnefnd, Helgi Hjörvar í umhverfisnefnd, Guðbjartur Hannesson í félagsmála- og trygginganefndar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður formaður samgöngunefndar. Nefndarformenn Sjálfstæðisflokksins eru Birgir Ármannsson í allsherjarnefnd, Sigurður Kári Kristjánsson í menntamálanefnd, Pétur Blöndal verður yfir efnahagsnefnd , Ásta Möller yfir heilbrigðisnefnd og Arnbjörg Sveinsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd. En við þingsetninguna flutti Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti ávarp og óskaði þingmönnum velfarnaðar í ábyrgðarstarfi sínu. Hann minnti þingmenn á að ríkisstjórnir kæmu og færu og þrátt fyrir ágreining, oft djúpstæðan og langvarandi, færi yfirleitt svo að nánast allir yrðu að vinna með öllum fyrr eða síðar. Sagði forseti svo: "Mikilvægt er að þingheimur allur kappkosti jafnan að ólík afstaða til deilumála fari ekki svo úr böndum að þjóðin lamist vegna deilna og nái ekki að nýta dýrmætan samtakamátt. Við höfum á liðnum vetri orðið vitni að því að ágreiningur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp og í staðinn kom víðtæk samvinna við að breyta gamalli herstöð í háskólabyggð, nýta herskála fyrir námsmennina, gera vopnabúr að vísindastöð." Forsetinn sagði meðal annars að nýliðnar kosningar hefðu verið vitnisburður um hversu lýðræðishefðin væri áfram sterk á Íslandi: "Þátttakan einstök sem fyrr; Ísland í sérflokki hvað það snertir en víða á Vesturlöndum eru merki um hnignun í því efni. Að auki veitti nú fjölmiðlaflóran öllum flokkum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap til skila. Hin margradda umræða í sérhverjum miðli er ótvíræð framför frá fyrri árum þegar flokksmálgögnin þrengdu að og umræðuþættir í ljósvakamiðlum voru fáir." Við lok athafnarinnar risu þigmenn úr sætum og hylltu forseta og fósturjörð með ferfölldu húrrahrópi. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rifjaði upp í þinsetningarræðu sinni í dag að herstöðvarmálið hefði gufað upp á liðnum vetri en þar hefði verið átakamál sem klofið hefði þjóðina í áratugi. Ennfremur sagði hann að það sýndi styrk lýðræðisins hvernig fjölmiðlaflóran hefði gefið stjórnmálamönnum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap sínum til skila í kosningabaráttunni. Þetta væri framför frá tímum flokksmálgagna. Þingsetningin hófst í dag með messu í Dómkirkjunni samkæmt hefð. Á meðan þingmenn hlýddu á messu stilltu stilltu lögreglumenn sér upp í heiðursvörð fyrir framan þinghúsið. Að messu lokinni gengu þingmenn og ráðherrar yfir í þinghúsið og heiðursverðirnir heilsuðu með því að bera hönd að húfuskyggni. Fyrir hádegi hittust þingflokkar stjórnarflokkana og ákváðu skipan í þingnefndir. Formaður fjárlaganefndar verður Samfylkingarmaðurinn Gunnar Svavarsson og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson formaður utanríkismálanefndar. Formennska í öðrum nefndum fylgja þeim flokki sem fer með málaflokkinn í ríkisstjórn: Samfylking hefur þessa nefndarformenn: Ágúst Ólafur Ágústsson í viðskiptanefnd, Katrín Júlíusdóttir í iðnaðarnefnd, Helgi Hjörvar í umhverfisnefnd, Guðbjartur Hannesson í félagsmála- og trygginganefndar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður formaður samgöngunefndar. Nefndarformenn Sjálfstæðisflokksins eru Birgir Ármannsson í allsherjarnefnd, Sigurður Kári Kristjánsson í menntamálanefnd, Pétur Blöndal verður yfir efnahagsnefnd , Ásta Möller yfir heilbrigðisnefnd og Arnbjörg Sveinsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd. En við þingsetninguna flutti Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti ávarp og óskaði þingmönnum velfarnaðar í ábyrgðarstarfi sínu. Hann minnti þingmenn á að ríkisstjórnir kæmu og færu og þrátt fyrir ágreining, oft djúpstæðan og langvarandi, færi yfirleitt svo að nánast allir yrðu að vinna með öllum fyrr eða síðar. Sagði forseti svo: "Mikilvægt er að þingheimur allur kappkosti jafnan að ólík afstaða til deilumála fari ekki svo úr böndum að þjóðin lamist vegna deilna og nái ekki að nýta dýrmætan samtakamátt. Við höfum á liðnum vetri orðið vitni að því að ágreiningur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp og í staðinn kom víðtæk samvinna við að breyta gamalli herstöð í háskólabyggð, nýta herskála fyrir námsmennina, gera vopnabúr að vísindastöð." Forsetinn sagði meðal annars að nýliðnar kosningar hefðu verið vitnisburður um hversu lýðræðishefðin væri áfram sterk á Íslandi: "Þátttakan einstök sem fyrr; Ísland í sérflokki hvað það snertir en víða á Vesturlöndum eru merki um hnignun í því efni. Að auki veitti nú fjölmiðlaflóran öllum flokkum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap til skila. Hin margradda umræða í sérhverjum miðli er ótvíræð framför frá fyrri árum þegar flokksmálgögnin þrengdu að og umræðuþættir í ljósvakamiðlum voru fáir." Við lok athafnarinnar risu þigmenn úr sætum og hylltu forseta og fósturjörð með ferfölldu húrrahrópi.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent