Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg Höskuldur Kári Schram skrifar 30. maí 2007 14:41 MYND/EÍ Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira