Innlent

Slysahætta mest á Reykjanesbraut

Reykjanesbraut hættulegust.
Reykjanesbraut hættulegust. MYND/Vilhelm
Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þess árs urðu á Reykjanesbraut eða alls 105 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fjölgaði þeim um 13 miðað við sama tímabil í fyrra. Auk Reykjanesbrautar skipa Miklabraut, Bústaðavegur, Hringbraut og Vesturlandsvegur hóp þeirra gatna þar sem umferðaróhöpp eru tíðust.

Samkvæmt samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu urðu næst flest umferðarhópp á Miklubraut eða um eitt hundrað frá ársbyrjun til loka aprílmánaðar. Eru þetta jafnmörg umferðaróhöpp og á síðasta ári.

Á Bústaðavegi urðu 86 umferðaróhöpp á fyrstu fjórum mánuðum ársins og fjölgar þeim umtalsvert milli ára en í fyrra voru þau 55. Þá urðu 74 umferðaróhöpp á Vesturlandsvegi og fækkar þeim milli ára. Á Hringbraut voru óhöppin 73 og er það svipaðar fjöldi og á síðustu tveimur árum.

Fram kemur í samantekt lögreglunnar að á Reykjanesbraut hafi staðið yfir miklar framkvæmdir sem gætu skýrt að hluta fjölgun umferðaróhappa þar. Þá sýna skýrslur lögreglunar að sá hluti Bústaðavegar sem er hvað hættulegastur er sá hluti sem er brúaður og liggur yfir Kringlumýrarbraut. Á þessum stað er mjög stutt á milli umferðarljósa og þar virðast ökumenn gleyma sér. Er Vegagerðin nú að skoða hvernig hægt sé að draga úr slysahættu á þeim vegakafla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×