Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn Ásta Þorleifsdóttir skrifar 11. maí 2007 11:25 - Lífsgæði og fjölbreytt atvinna fyrir alla Náttúra Íslands er ekki á útsölu. Það er furðuleg framtíðarsýn að vilja að Íslandi verði ruslahaugur fyrir önnur iðnríki sem hafa löngu horfið frá stóriðjustefnu. Í samkeppni við fátæk þróunarlönd, með því að bjóða orku á útsölu. Að eiga þá ósk heitasta að virkja hvern einasta læk og hver í þágu erlendrar mengandi stóriðju, sem hvorki greiðir skatta af arði á Íslandi né rétt verð fyrir orkuna. Íslensk náttúra er meira virði en nokkur álbræðsla. Fórnum ekki einstakri náttúru fyrir stundarhagsmuni. Ísland er meira virði. Stóriðja, konur og önnur störf Ef 1% landsmanna vinna við stóriðju eru 99% að gera eitthvað annað! Við viljum öflugt atvinnulíf sem byggir á frumkvæði fólksins og einstaklingsframtaki. Öll fyrirtæki hafa byrjað á hugmynd. Það er hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum með góðu rekstarumhverfi. Sóknarfærin blasa við á öllum sviðum og með ívilnandi skattkerfi má hvetja fyrirtæki til að starfa á landsbyggðinni. Víða um land er atvinnuleysi mest meðal kvenna. Það vantar fjölbreytt störf fyrir þær en þau eru ekki í stóriðju heldur við vaxandi ferðaþjónustu, í heilsulindum vegna vaxandi velmegunarsjúkdóma, háskóla og hátækniiðnaði og smáum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Ríkið græðir á kostnað fólksins Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist en þeim var ekki varið í fleiri hjúkrunarrými eða bættar samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið afganginn í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Skuldir heimilanna og refsing hins opinbera. Það eru lítil lífsgæði að óttast gluggapóst. Þess vegna á að hækka skattleysismörk í 140 þúsund og lækka tekjuskatta á einstaklinga. Við treystum fólkinu til að axla ábyrgð, nota auknar tekjur til að greiða niður skuldir heimilanna. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga og hækkun skattleysismarka bætir hag þeirra mikið. Við leggjum áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri vilji fólk nýta sparifé sitt á efri árum. Fyrirmyndar Ísland Við viljum réttlát og sanngjarnt samfélag, þar sem einstaklingarnir fá notið sín, mennta- og velferðarkerfi er fyrir alla og náttúran óspillt. Kjósum fyrir framtíðina, kjósum Íslandshreyfinguna.Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
- Lífsgæði og fjölbreytt atvinna fyrir alla Náttúra Íslands er ekki á útsölu. Það er furðuleg framtíðarsýn að vilja að Íslandi verði ruslahaugur fyrir önnur iðnríki sem hafa löngu horfið frá stóriðjustefnu. Í samkeppni við fátæk þróunarlönd, með því að bjóða orku á útsölu. Að eiga þá ósk heitasta að virkja hvern einasta læk og hver í þágu erlendrar mengandi stóriðju, sem hvorki greiðir skatta af arði á Íslandi né rétt verð fyrir orkuna. Íslensk náttúra er meira virði en nokkur álbræðsla. Fórnum ekki einstakri náttúru fyrir stundarhagsmuni. Ísland er meira virði. Stóriðja, konur og önnur störf Ef 1% landsmanna vinna við stóriðju eru 99% að gera eitthvað annað! Við viljum öflugt atvinnulíf sem byggir á frumkvæði fólksins og einstaklingsframtaki. Öll fyrirtæki hafa byrjað á hugmynd. Það er hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum með góðu rekstarumhverfi. Sóknarfærin blasa við á öllum sviðum og með ívilnandi skattkerfi má hvetja fyrirtæki til að starfa á landsbyggðinni. Víða um land er atvinnuleysi mest meðal kvenna. Það vantar fjölbreytt störf fyrir þær en þau eru ekki í stóriðju heldur við vaxandi ferðaþjónustu, í heilsulindum vegna vaxandi velmegunarsjúkdóma, háskóla og hátækniiðnaði og smáum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Ríkið græðir á kostnað fólksins Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist en þeim var ekki varið í fleiri hjúkrunarrými eða bættar samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið afganginn í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Skuldir heimilanna og refsing hins opinbera. Það eru lítil lífsgæði að óttast gluggapóst. Þess vegna á að hækka skattleysismörk í 140 þúsund og lækka tekjuskatta á einstaklinga. Við treystum fólkinu til að axla ábyrgð, nota auknar tekjur til að greiða niður skuldir heimilanna. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga og hækkun skattleysismarka bætir hag þeirra mikið. Við leggjum áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri vilji fólk nýta sparifé sitt á efri árum. Fyrirmyndar Ísland Við viljum réttlát og sanngjarnt samfélag, þar sem einstaklingarnir fá notið sín, mennta- og velferðarkerfi er fyrir alla og náttúran óspillt. Kjósum fyrir framtíðina, kjósum Íslandshreyfinguna.Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar