Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn Ásta Þorleifsdóttir skrifar 11. maí 2007 11:25 - Lífsgæði og fjölbreytt atvinna fyrir alla Náttúra Íslands er ekki á útsölu. Það er furðuleg framtíðarsýn að vilja að Íslandi verði ruslahaugur fyrir önnur iðnríki sem hafa löngu horfið frá stóriðjustefnu. Í samkeppni við fátæk þróunarlönd, með því að bjóða orku á útsölu. Að eiga þá ósk heitasta að virkja hvern einasta læk og hver í þágu erlendrar mengandi stóriðju, sem hvorki greiðir skatta af arði á Íslandi né rétt verð fyrir orkuna. Íslensk náttúra er meira virði en nokkur álbræðsla. Fórnum ekki einstakri náttúru fyrir stundarhagsmuni. Ísland er meira virði. Stóriðja, konur og önnur störf Ef 1% landsmanna vinna við stóriðju eru 99% að gera eitthvað annað! Við viljum öflugt atvinnulíf sem byggir á frumkvæði fólksins og einstaklingsframtaki. Öll fyrirtæki hafa byrjað á hugmynd. Það er hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum með góðu rekstarumhverfi. Sóknarfærin blasa við á öllum sviðum og með ívilnandi skattkerfi má hvetja fyrirtæki til að starfa á landsbyggðinni. Víða um land er atvinnuleysi mest meðal kvenna. Það vantar fjölbreytt störf fyrir þær en þau eru ekki í stóriðju heldur við vaxandi ferðaþjónustu, í heilsulindum vegna vaxandi velmegunarsjúkdóma, háskóla og hátækniiðnaði og smáum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Ríkið græðir á kostnað fólksins Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist en þeim var ekki varið í fleiri hjúkrunarrými eða bættar samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið afganginn í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Skuldir heimilanna og refsing hins opinbera. Það eru lítil lífsgæði að óttast gluggapóst. Þess vegna á að hækka skattleysismörk í 140 þúsund og lækka tekjuskatta á einstaklinga. Við treystum fólkinu til að axla ábyrgð, nota auknar tekjur til að greiða niður skuldir heimilanna. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga og hækkun skattleysismarka bætir hag þeirra mikið. Við leggjum áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri vilji fólk nýta sparifé sitt á efri árum. Fyrirmyndar Ísland Við viljum réttlát og sanngjarnt samfélag, þar sem einstaklingarnir fá notið sín, mennta- og velferðarkerfi er fyrir alla og náttúran óspillt. Kjósum fyrir framtíðina, kjósum Íslandshreyfinguna.Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
- Lífsgæði og fjölbreytt atvinna fyrir alla Náttúra Íslands er ekki á útsölu. Það er furðuleg framtíðarsýn að vilja að Íslandi verði ruslahaugur fyrir önnur iðnríki sem hafa löngu horfið frá stóriðjustefnu. Í samkeppni við fátæk þróunarlönd, með því að bjóða orku á útsölu. Að eiga þá ósk heitasta að virkja hvern einasta læk og hver í þágu erlendrar mengandi stóriðju, sem hvorki greiðir skatta af arði á Íslandi né rétt verð fyrir orkuna. Íslensk náttúra er meira virði en nokkur álbræðsla. Fórnum ekki einstakri náttúru fyrir stundarhagsmuni. Ísland er meira virði. Stóriðja, konur og önnur störf Ef 1% landsmanna vinna við stóriðju eru 99% að gera eitthvað annað! Við viljum öflugt atvinnulíf sem byggir á frumkvæði fólksins og einstaklingsframtaki. Öll fyrirtæki hafa byrjað á hugmynd. Það er hlutverk stjórnvalda að styðja við bakið á frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum með góðu rekstarumhverfi. Sóknarfærin blasa við á öllum sviðum og með ívilnandi skattkerfi má hvetja fyrirtæki til að starfa á landsbyggðinni. Víða um land er atvinnuleysi mest meðal kvenna. Það vantar fjölbreytt störf fyrir þær en þau eru ekki í stóriðju heldur við vaxandi ferðaþjónustu, í heilsulindum vegna vaxandi velmegunarsjúkdóma, háskóla og hátækniiðnaði og smáum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Ríkið græðir á kostnað fólksins Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist en þeim var ekki varið í fleiri hjúkrunarrými eða bættar samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið afganginn í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Skuldir heimilanna og refsing hins opinbera. Það eru lítil lífsgæði að óttast gluggapóst. Þess vegna á að hækka skattleysismörk í 140 þúsund og lækka tekjuskatta á einstaklinga. Við treystum fólkinu til að axla ábyrgð, nota auknar tekjur til að greiða niður skuldir heimilanna. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga og hækkun skattleysismarka bætir hag þeirra mikið. Við leggjum áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri vilji fólk nýta sparifé sitt á efri árum. Fyrirmyndar Ísland Við viljum réttlát og sanngjarnt samfélag, þar sem einstaklingarnir fá notið sín, mennta- og velferðarkerfi er fyrir alla og náttúran óspillt. Kjósum fyrir framtíðina, kjósum Íslandshreyfinguna.Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar