Hversu íhaldssöm eru við? Sindri Birgisson skrifar 10. maí 2007 12:00 Í síðustu skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokka kom fram að 52% þjóðarinnar myndu kjósa núverandi stjórnaflokka. Fyrir mig eru þetta alvarlegar fréttir. Ég tilheyri þeim samfélagshópi sem þarf að treysta á lífeyri til að lifa af, allavega eins og stendur. Málið er að ég get ekki lifað af á þeim lífeyri. Þegar ég er búinn að borga af lánunum fyrir íbúðina mína (sem ég fékk hjálp við að borga borga inn á), borga fasteignagjöld, húsasjóð, tryggingar og símareikning, á ég eftir að borga fyrir t.d.;, lækniskostnað, lyf sem eru mér lífsnauðsynleg, tannlækni, klippingu (sem ég fer í örsjaldan á ári), föt, samgöngur, afþreyingu, rafmagn og hita, skóla og efniskostnað, þrifnaðarvörur og MAT. Ég er einn af þeim heppnu. Ég á foreldra sem þykir vænt um mig og hafa fjárhagslegt frelsi til að hjálpa mér. Sú staðreynd að þau eiga fyrir þessu er núverandi ríkistjórn ekki að þakka, heldur óbilandi dugnaði þeirra í gegnum árin. Einnig er ég einhleypur og barnlaus, því hef ég engan til að hugsa um fjárhagslega nema sjálfan mig. Hvernig liti dæmið út ef ég bæti á mig tveimur börnum til framfærslu?! Ég veit að sú staðreynd að ég bjargist með þessum hætti er mikil undartekning, því að það er ekki sjálfgefið fyrir manneskju úr þessum hópi að eiga góðan fjárhagslegan bakhjarl að eins og ég hef. Fólk er að fá yfirdrátt í bönkum landsins í hverjum mánuði til að hafa í sig og á. Sumir fá hann að sjálfsögðu ekki. Það segir sig sjálft, að fólk stendur ekki undir þessu, heldur hrannast upp skuldirnar, vítahringurinn stækkar og félagsleg vandamál aukast ört. Geðdeildir landsins eru yfirfullar og ótrúlegt álag er lagt á lækna og annað starfsfólk sjúkrahúsanna. Allt of mörg börn ganga um í gömlum fötum, með skemmdar tennur, illa nærð og eru félagslega utangátta. Aldraðir telja aurana til að sjá hvort að þeir geti keypt sér þorskflak til nætursöltunar um miðjan mánuð, ef ekki fyrr. Þetta kerfi er ekki að hjálpa fólki til að eiga möguleika á því, að komast aftur á vinnumarkaðinn, heldur þvert á móti. Kerfið er þannig upp byggt að fólk læsist í klóm fátæktar og sekkur dýpra og dýpra í hverjum mánuði. Samfélagið er að breytast ört, fleiri verða ríkir og enn fleiri verða fátækir. Mikill ójöfnuður ríkir meðal okkar. Ótrúlegt er að horfa á viðtöl við þingmenn og ráðherra stjórnarflokkanna, þegar þeir sitja með yfirlætisglott framan í sér þegar þingmenn vinstri flokkanna tala. Það er svona "þú veist ekkert hvað þú ert að tala um" svipur. Ég get upplýst þessa þingmenn um það að talsmenn vinstri flokkanna fara með rétt mál og þá sérstaklega Vinstri-grænir sem virðast sýna mestan skilning á því hver raunveruleg kjör hins almenna borgara eru. Ég veit betur en stjórnarherrarnir, um hvernig ég og aðrir úr mínum hópi hafa það. Ég veit hvernig það er að eiga ekki pening fyrir kartöflum eða núðlum, hvernig það er að eiga ekki pening fyrir lyfjum sem halda mér á lífi, hvernig það er að ganga með skemmda tönn í einhver ár vegna peningaleysis, hvernig það er að vera á geðdeild í tvær vikur án þess að hitta lækni og síðast en ekki síst hvernig það er að hafa ótrúlegan vilja, styrk og dugnað til að komast áfram í lífinu og ekki fá fjárhagslegt eða félagslegt svigrúm frá þeim sem stjórna landinu til að geta það. Kæra þjóð, nú er kominn tími til að klæða okkur úr íhalds-spennitreyjunum og þora að eignast betra líf. Kjósa nýtt og betra líf fyrir alla, ekki bara fyrir ríka fólkið, enda á mælikvarðinn fyrir gott líf og gott samfélag ekki að vera hversu mikil efnisleg gæði maður á, heldur hversu mikið frelsi, stuðning og svigrúm hver og einn einstaklingur fær til að komast af sem manneskja í réttlátu velferðarríki. Sindri Birgisson, nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokka kom fram að 52% þjóðarinnar myndu kjósa núverandi stjórnaflokka. Fyrir mig eru þetta alvarlegar fréttir. Ég tilheyri þeim samfélagshópi sem þarf að treysta á lífeyri til að lifa af, allavega eins og stendur. Málið er að ég get ekki lifað af á þeim lífeyri. Þegar ég er búinn að borga af lánunum fyrir íbúðina mína (sem ég fékk hjálp við að borga borga inn á), borga fasteignagjöld, húsasjóð, tryggingar og símareikning, á ég eftir að borga fyrir t.d.;, lækniskostnað, lyf sem eru mér lífsnauðsynleg, tannlækni, klippingu (sem ég fer í örsjaldan á ári), föt, samgöngur, afþreyingu, rafmagn og hita, skóla og efniskostnað, þrifnaðarvörur og MAT. Ég er einn af þeim heppnu. Ég á foreldra sem þykir vænt um mig og hafa fjárhagslegt frelsi til að hjálpa mér. Sú staðreynd að þau eiga fyrir þessu er núverandi ríkistjórn ekki að þakka, heldur óbilandi dugnaði þeirra í gegnum árin. Einnig er ég einhleypur og barnlaus, því hef ég engan til að hugsa um fjárhagslega nema sjálfan mig. Hvernig liti dæmið út ef ég bæti á mig tveimur börnum til framfærslu?! Ég veit að sú staðreynd að ég bjargist með þessum hætti er mikil undartekning, því að það er ekki sjálfgefið fyrir manneskju úr þessum hópi að eiga góðan fjárhagslegan bakhjarl að eins og ég hef. Fólk er að fá yfirdrátt í bönkum landsins í hverjum mánuði til að hafa í sig og á. Sumir fá hann að sjálfsögðu ekki. Það segir sig sjálft, að fólk stendur ekki undir þessu, heldur hrannast upp skuldirnar, vítahringurinn stækkar og félagsleg vandamál aukast ört. Geðdeildir landsins eru yfirfullar og ótrúlegt álag er lagt á lækna og annað starfsfólk sjúkrahúsanna. Allt of mörg börn ganga um í gömlum fötum, með skemmdar tennur, illa nærð og eru félagslega utangátta. Aldraðir telja aurana til að sjá hvort að þeir geti keypt sér þorskflak til nætursöltunar um miðjan mánuð, ef ekki fyrr. Þetta kerfi er ekki að hjálpa fólki til að eiga möguleika á því, að komast aftur á vinnumarkaðinn, heldur þvert á móti. Kerfið er þannig upp byggt að fólk læsist í klóm fátæktar og sekkur dýpra og dýpra í hverjum mánuði. Samfélagið er að breytast ört, fleiri verða ríkir og enn fleiri verða fátækir. Mikill ójöfnuður ríkir meðal okkar. Ótrúlegt er að horfa á viðtöl við þingmenn og ráðherra stjórnarflokkanna, þegar þeir sitja með yfirlætisglott framan í sér þegar þingmenn vinstri flokkanna tala. Það er svona "þú veist ekkert hvað þú ert að tala um" svipur. Ég get upplýst þessa þingmenn um það að talsmenn vinstri flokkanna fara með rétt mál og þá sérstaklega Vinstri-grænir sem virðast sýna mestan skilning á því hver raunveruleg kjör hins almenna borgara eru. Ég veit betur en stjórnarherrarnir, um hvernig ég og aðrir úr mínum hópi hafa það. Ég veit hvernig það er að eiga ekki pening fyrir kartöflum eða núðlum, hvernig það er að eiga ekki pening fyrir lyfjum sem halda mér á lífi, hvernig það er að ganga með skemmda tönn í einhver ár vegna peningaleysis, hvernig það er að vera á geðdeild í tvær vikur án þess að hitta lækni og síðast en ekki síst hvernig það er að hafa ótrúlegan vilja, styrk og dugnað til að komast áfram í lífinu og ekki fá fjárhagslegt eða félagslegt svigrúm frá þeim sem stjórna landinu til að geta það. Kæra þjóð, nú er kominn tími til að klæða okkur úr íhalds-spennitreyjunum og þora að eignast betra líf. Kjósa nýtt og betra líf fyrir alla, ekki bara fyrir ríka fólkið, enda á mælikvarðinn fyrir gott líf og gott samfélag ekki að vera hversu mikil efnisleg gæði maður á, heldur hversu mikið frelsi, stuðning og svigrúm hver og einn einstaklingur fær til að komast af sem manneskja í réttlátu velferðarríki. Sindri Birgisson, nemi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun