Hversu íhaldssöm eru við? Sindri Birgisson skrifar 10. maí 2007 12:00 Í síðustu skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokka kom fram að 52% þjóðarinnar myndu kjósa núverandi stjórnaflokka. Fyrir mig eru þetta alvarlegar fréttir. Ég tilheyri þeim samfélagshópi sem þarf að treysta á lífeyri til að lifa af, allavega eins og stendur. Málið er að ég get ekki lifað af á þeim lífeyri. Þegar ég er búinn að borga af lánunum fyrir íbúðina mína (sem ég fékk hjálp við að borga borga inn á), borga fasteignagjöld, húsasjóð, tryggingar og símareikning, á ég eftir að borga fyrir t.d.;, lækniskostnað, lyf sem eru mér lífsnauðsynleg, tannlækni, klippingu (sem ég fer í örsjaldan á ári), föt, samgöngur, afþreyingu, rafmagn og hita, skóla og efniskostnað, þrifnaðarvörur og MAT. Ég er einn af þeim heppnu. Ég á foreldra sem þykir vænt um mig og hafa fjárhagslegt frelsi til að hjálpa mér. Sú staðreynd að þau eiga fyrir þessu er núverandi ríkistjórn ekki að þakka, heldur óbilandi dugnaði þeirra í gegnum árin. Einnig er ég einhleypur og barnlaus, því hef ég engan til að hugsa um fjárhagslega nema sjálfan mig. Hvernig liti dæmið út ef ég bæti á mig tveimur börnum til framfærslu?! Ég veit að sú staðreynd að ég bjargist með þessum hætti er mikil undartekning, því að það er ekki sjálfgefið fyrir manneskju úr þessum hópi að eiga góðan fjárhagslegan bakhjarl að eins og ég hef. Fólk er að fá yfirdrátt í bönkum landsins í hverjum mánuði til að hafa í sig og á. Sumir fá hann að sjálfsögðu ekki. Það segir sig sjálft, að fólk stendur ekki undir þessu, heldur hrannast upp skuldirnar, vítahringurinn stækkar og félagsleg vandamál aukast ört. Geðdeildir landsins eru yfirfullar og ótrúlegt álag er lagt á lækna og annað starfsfólk sjúkrahúsanna. Allt of mörg börn ganga um í gömlum fötum, með skemmdar tennur, illa nærð og eru félagslega utangátta. Aldraðir telja aurana til að sjá hvort að þeir geti keypt sér þorskflak til nætursöltunar um miðjan mánuð, ef ekki fyrr. Þetta kerfi er ekki að hjálpa fólki til að eiga möguleika á því, að komast aftur á vinnumarkaðinn, heldur þvert á móti. Kerfið er þannig upp byggt að fólk læsist í klóm fátæktar og sekkur dýpra og dýpra í hverjum mánuði. Samfélagið er að breytast ört, fleiri verða ríkir og enn fleiri verða fátækir. Mikill ójöfnuður ríkir meðal okkar. Ótrúlegt er að horfa á viðtöl við þingmenn og ráðherra stjórnarflokkanna, þegar þeir sitja með yfirlætisglott framan í sér þegar þingmenn vinstri flokkanna tala. Það er svona "þú veist ekkert hvað þú ert að tala um" svipur. Ég get upplýst þessa þingmenn um það að talsmenn vinstri flokkanna fara með rétt mál og þá sérstaklega Vinstri-grænir sem virðast sýna mestan skilning á því hver raunveruleg kjör hins almenna borgara eru. Ég veit betur en stjórnarherrarnir, um hvernig ég og aðrir úr mínum hópi hafa það. Ég veit hvernig það er að eiga ekki pening fyrir kartöflum eða núðlum, hvernig það er að eiga ekki pening fyrir lyfjum sem halda mér á lífi, hvernig það er að ganga með skemmda tönn í einhver ár vegna peningaleysis, hvernig það er að vera á geðdeild í tvær vikur án þess að hitta lækni og síðast en ekki síst hvernig það er að hafa ótrúlegan vilja, styrk og dugnað til að komast áfram í lífinu og ekki fá fjárhagslegt eða félagslegt svigrúm frá þeim sem stjórna landinu til að geta það. Kæra þjóð, nú er kominn tími til að klæða okkur úr íhalds-spennitreyjunum og þora að eignast betra líf. Kjósa nýtt og betra líf fyrir alla, ekki bara fyrir ríka fólkið, enda á mælikvarðinn fyrir gott líf og gott samfélag ekki að vera hversu mikil efnisleg gæði maður á, heldur hversu mikið frelsi, stuðning og svigrúm hver og einn einstaklingur fær til að komast af sem manneskja í réttlátu velferðarríki. Sindri Birgisson, nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokka kom fram að 52% þjóðarinnar myndu kjósa núverandi stjórnaflokka. Fyrir mig eru þetta alvarlegar fréttir. Ég tilheyri þeim samfélagshópi sem þarf að treysta á lífeyri til að lifa af, allavega eins og stendur. Málið er að ég get ekki lifað af á þeim lífeyri. Þegar ég er búinn að borga af lánunum fyrir íbúðina mína (sem ég fékk hjálp við að borga borga inn á), borga fasteignagjöld, húsasjóð, tryggingar og símareikning, á ég eftir að borga fyrir t.d.;, lækniskostnað, lyf sem eru mér lífsnauðsynleg, tannlækni, klippingu (sem ég fer í örsjaldan á ári), föt, samgöngur, afþreyingu, rafmagn og hita, skóla og efniskostnað, þrifnaðarvörur og MAT. Ég er einn af þeim heppnu. Ég á foreldra sem þykir vænt um mig og hafa fjárhagslegt frelsi til að hjálpa mér. Sú staðreynd að þau eiga fyrir þessu er núverandi ríkistjórn ekki að þakka, heldur óbilandi dugnaði þeirra í gegnum árin. Einnig er ég einhleypur og barnlaus, því hef ég engan til að hugsa um fjárhagslega nema sjálfan mig. Hvernig liti dæmið út ef ég bæti á mig tveimur börnum til framfærslu?! Ég veit að sú staðreynd að ég bjargist með þessum hætti er mikil undartekning, því að það er ekki sjálfgefið fyrir manneskju úr þessum hópi að eiga góðan fjárhagslegan bakhjarl að eins og ég hef. Fólk er að fá yfirdrátt í bönkum landsins í hverjum mánuði til að hafa í sig og á. Sumir fá hann að sjálfsögðu ekki. Það segir sig sjálft, að fólk stendur ekki undir þessu, heldur hrannast upp skuldirnar, vítahringurinn stækkar og félagsleg vandamál aukast ört. Geðdeildir landsins eru yfirfullar og ótrúlegt álag er lagt á lækna og annað starfsfólk sjúkrahúsanna. Allt of mörg börn ganga um í gömlum fötum, með skemmdar tennur, illa nærð og eru félagslega utangátta. Aldraðir telja aurana til að sjá hvort að þeir geti keypt sér þorskflak til nætursöltunar um miðjan mánuð, ef ekki fyrr. Þetta kerfi er ekki að hjálpa fólki til að eiga möguleika á því, að komast aftur á vinnumarkaðinn, heldur þvert á móti. Kerfið er þannig upp byggt að fólk læsist í klóm fátæktar og sekkur dýpra og dýpra í hverjum mánuði. Samfélagið er að breytast ört, fleiri verða ríkir og enn fleiri verða fátækir. Mikill ójöfnuður ríkir meðal okkar. Ótrúlegt er að horfa á viðtöl við þingmenn og ráðherra stjórnarflokkanna, þegar þeir sitja með yfirlætisglott framan í sér þegar þingmenn vinstri flokkanna tala. Það er svona "þú veist ekkert hvað þú ert að tala um" svipur. Ég get upplýst þessa þingmenn um það að talsmenn vinstri flokkanna fara með rétt mál og þá sérstaklega Vinstri-grænir sem virðast sýna mestan skilning á því hver raunveruleg kjör hins almenna borgara eru. Ég veit betur en stjórnarherrarnir, um hvernig ég og aðrir úr mínum hópi hafa það. Ég veit hvernig það er að eiga ekki pening fyrir kartöflum eða núðlum, hvernig það er að eiga ekki pening fyrir lyfjum sem halda mér á lífi, hvernig það er að ganga með skemmda tönn í einhver ár vegna peningaleysis, hvernig það er að vera á geðdeild í tvær vikur án þess að hitta lækni og síðast en ekki síst hvernig það er að hafa ótrúlegan vilja, styrk og dugnað til að komast áfram í lífinu og ekki fá fjárhagslegt eða félagslegt svigrúm frá þeim sem stjórna landinu til að geta það. Kæra þjóð, nú er kominn tími til að klæða okkur úr íhalds-spennitreyjunum og þora að eignast betra líf. Kjósa nýtt og betra líf fyrir alla, ekki bara fyrir ríka fólkið, enda á mælikvarðinn fyrir gott líf og gott samfélag ekki að vera hversu mikil efnisleg gæði maður á, heldur hversu mikið frelsi, stuðning og svigrúm hver og einn einstaklingur fær til að komast af sem manneskja í réttlátu velferðarríki. Sindri Birgisson, nemi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar