Leiguliðar athugið! Ólafur R. Sigurðsson skrifar 10. maí 2007 10:48 Kvótakerfinu var, illu heilli, komið á fyrir um 24 árum síðan. Yfirlýstur tilgangur þess var að vernda fiskistofnana og tryggja byggðir við sjávarsíðuna. Skemmmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst. Vegna kvótakerfisins er þorskstofninnn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast. Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegsins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 350% á tíu árum þó umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvótakerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að viðurkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut. Ekki hef ég getað varist þeirri hugsun að raunverulegur tilgangur þeirra er réðu för hafi verið sá að koma á lénskipulagi í sjávarútvegi. Eða eigum við kannski að trúa því að það sé hrein tilviljun að guðfaðir kvótakerfisins hafi komið þeim breytingum á að "sameign þjóðarinnar" erfðist og hann yrði þannig lénsherra í fyllingu tímans? Óvenju lítið fer þó fyrir umræðu um sjávarútvegsmál þó sá atvinnuvegur skili enn, meira en helmingi þjóðartekna okkar Íslendinga. Ekki er öll sú umræða frumleg enda hafa allir flokkar að undanskildum Frjálslynda flokknum gefist upp fyrir þeirri sögulegu nauðsyn að brjótast út úr kerfinu. Þessa dagana eru flokkarnir í óða önn að viðra fjaðrirnar fyrir kjósendum. Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa skoðun á öllum málum, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin undantekning. Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upptæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi, sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði. Í dag þurfum við að borga 7 krónur af hverjum 10 til kvótagreifanna. Af þessum 30% sem eftir eru þurfum við að greiða allan útgerðakostnað. Af þessu má sjá að þetta forréttindakerfi hefur ekki skapað okkur neitt sældarlíf. Ef Vinstri grænir gefa sig út fyrir vera flokk jafnaðar, þá heggur sá er hlífa skyldi, því tillögur þeirra miða að því að auka á þjáningar okkar leiguliðanna og skaða byggðirnar. Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn, tölum við vini og vandamenn og kjósum F fyrir frelsi 12. maí.Ólafur R. Sigurðsson skipstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kvótakerfinu var, illu heilli, komið á fyrir um 24 árum síðan. Yfirlýstur tilgangur þess var að vernda fiskistofnana og tryggja byggðir við sjávarsíðuna. Skemmmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst. Vegna kvótakerfisins er þorskstofninnn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast. Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegsins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 350% á tíu árum þó umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvótakerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að viðurkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut. Ekki hef ég getað varist þeirri hugsun að raunverulegur tilgangur þeirra er réðu för hafi verið sá að koma á lénskipulagi í sjávarútvegi. Eða eigum við kannski að trúa því að það sé hrein tilviljun að guðfaðir kvótakerfisins hafi komið þeim breytingum á að "sameign þjóðarinnar" erfðist og hann yrði þannig lénsherra í fyllingu tímans? Óvenju lítið fer þó fyrir umræðu um sjávarútvegsmál þó sá atvinnuvegur skili enn, meira en helmingi þjóðartekna okkar Íslendinga. Ekki er öll sú umræða frumleg enda hafa allir flokkar að undanskildum Frjálslynda flokknum gefist upp fyrir þeirri sögulegu nauðsyn að brjótast út úr kerfinu. Þessa dagana eru flokkarnir í óða önn að viðra fjaðrirnar fyrir kjósendum. Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa skoðun á öllum málum, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin undantekning. Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upptæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi, sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði. Í dag þurfum við að borga 7 krónur af hverjum 10 til kvótagreifanna. Af þessum 30% sem eftir eru þurfum við að greiða allan útgerðakostnað. Af þessu má sjá að þetta forréttindakerfi hefur ekki skapað okkur neitt sældarlíf. Ef Vinstri grænir gefa sig út fyrir vera flokk jafnaðar, þá heggur sá er hlífa skyldi, því tillögur þeirra miða að því að auka á þjáningar okkar leiguliðanna og skaða byggðirnar. Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn, tölum við vini og vandamenn og kjósum F fyrir frelsi 12. maí.Ólafur R. Sigurðsson skipstjóri
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar