Til fylgdar við Frjálslynda flokkinn Helgi Hallvarðsson skrifar 8. maí 2007 13:41 Á síðastliðnu ári ákvað ég að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn, sem undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að afnema "Sægreifa kvótann" og þar með afhenda íslensku þjóðinni aftur eign sína sem hún öðlaðist með ótvíræðum hætti þegar Íslendingar náðu yfirráðum yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Við sem vorum á varðskipunum í þorskastríðunum, og lögðum líf okkar og limi í hættu, töldum okkur vera að vinna fyrir íslensku þjóðina. En þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum haft rangt fyrir okkur, því í leyni lá sérstök sveit manna sem kom fram þegar leiknum var lokið og sagði: "Nú getum við" og þar með var "Sægreifahópurinn" myndaður fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, því þó að mannabreytingar hafi orðið í liðinu síðan, þá ber þessi ríkistjórn fulla ábyrgð á málinu. Þessu rangláta kerfi vill Frjálslyndi flokkurinn breyta, enda hefur flokkurinn alla burði til þess, ef honum er veittur stuðningur í næstu alþingiskosningum, þar sem innan raða hans eru reyndir sjómenn, sem þekkja vel til íslenskra fiskveiða. Frjálslyndi flokkurinn þarf því að fá góðan stuðning kjósenda um allt land í næstkomandi alþingiskosningum ef góður árangur á að nást fram í þessu viðkvæma máli þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur að sjálfsögðu umhverfismál, bæði til lands og sjávar, ofarlega á sinni könnu. Ég treysti því að hann standi fyrir lagafrumvarpi á næsta þingi um dýpri siglingaleið olíu- og stórflutningsskipa við strendur landsins og hafi þá til viðmiðunar tillögu nefndar samgöngumálaráðherra sem skipuð var fyrir u.þ.b. 7 árum. Nefndin lagði m.a. til að þessi skip sigldu vissa djúpleið, frá Vestmannaeyjum, fyrir Reykjanes og Garðsskaga, á leið sinni frá Evrópu til Faxaflóahafna og til baka. Það hlýtur hver að sjá að slík lög eru nauðsynleg í ljósi síðasta óhapps er flutningaskipið Wilson Muuga strandaði út af Sandgerði í fyrra með miklar olíubirgðir í tönkum. Virtir vísindamenn, á öllum sviðum lífríkis lands og sjávar, sem sátu í fyrrgreindri nefnd höfðu einmitt lýst því yfir í skynsemi að þetta svæði væri eitt af því viðkvæmasta fyrir hverskonar mengun, vegna fugla og sjávarlífs. Sú siglingaleið sem nefndin lagði til að fyrrgreind skip sigldu, er allt að 50% öruggari en grunnleiðin fyrir Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fyrir Reykjanes og Garðskaga. Þessi siglingaleið, sem er aðeins lengri, virðist þyrnir í augum útgerðarmanna olíu- og flutningaskipa þó að hún sé mun öruggari siglingarleið fyrir skip og skipshöfn, t.d. í álandsvindi, en grunnleiðir þar sem ekkert má út af bera ef ekki á illa að fara eins og mýmörg dæmi hafa sýnt sig á undanförnum árum, þegar stór flutningaskip með fleiri þúsund lítra af eldsneyti innanborðs hafa strandað. Auk þess mikla fjárhagslega tjóns sem hlýst af slíkum ströndum, þá eru áhafnir skipanna í lífshættu þar til björgun þeirra er lokið og öll sú mengun sem frá skipinu kemur setur viðkvæmt lífríki lands og sjávar í hættu og getur valdið því ómældum skaða í áraraðir. Frjálslyndi flokkurinn hefur heiðarlegan málflutning gagnvart innstreymi erlends vinnuafls til landsins. Hann vill tryggja heilsuöryggi þeirra sem fyrir eru í landinu, og á ég þar við Íslendinga sem útlendinga. Þetta hljóta allir að vera sammála um og ég trúi ekki öðru en að það erlenda vinnuafl sem hingað kemur til landsins hljóti að vera ánægt með að fá góða læknisskoðun, sem það hefur kannski ekki átt möguleika á að fá í sínu heimalandi og þiggja læknishjálp, ef eitthvað finnst. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa stjórn á hinum mikla straumi erlends vinnuafls til landsins, en slíkum fjölda ólíkra innflytjenda frá hinum ólíkustu löndum, fylgja ýmis vandamál. Þar á ég m.a. við tungumálaerfiðleika og erfiðleika með að aðlagast öðrum venjum og siðum. Það er mikilvægt að þetta fólk sé ekki hlunnfarið í launum, og að það búi í mannsæmandi húsnæði og þannig væri lengi hægt að telja. Með öllum þessum málum vill Frjálslyndi flokkurinn hafa eftirlit, en það er á þessum sviðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa fallið og hlotið bágt fyrir. Og ætlum við að falla á því sama? Kosningar til Alþingis nálgast nú óðfluga. Frjálslyndi flokkurinn þarf á góðum stuðningi landsmanna að halda til að geta haldið áfram því mikla uppbyggingarstarfi í landsmálum, þjóðinni til heilla. Þar má m.a. nefna, auk þess sem fyrr hefur verið greint frá, áframhaldandi uppbygging og öflugur stuðningur við öryrkja og aldraða, meiri kraft í lagningu slitlags á þá þjóðvegi sem orðið hafa útundan hjá þessari ríkisstjórn og áframhaldandi breikkun akbrauta á þeim vegum sem nú eru að sligast undan umferðarþunga. Ég vona að landsmenn sem ganga að kjörborðinu við næstu alþingiskosningar, núna 12. maí næstkomandi, veiti sem flestir Frjálslynda flokknum gott brautargengi svo rödd hans megi áfram hljóma hátt á hinu háa Alþingi Íslendinga.Helgi Hallvarðsson, fv. skipherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári ákvað ég að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn, sem undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að afnema "Sægreifa kvótann" og þar með afhenda íslensku þjóðinni aftur eign sína sem hún öðlaðist með ótvíræðum hætti þegar Íslendingar náðu yfirráðum yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Við sem vorum á varðskipunum í þorskastríðunum, og lögðum líf okkar og limi í hættu, töldum okkur vera að vinna fyrir íslensku þjóðina. En þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum haft rangt fyrir okkur, því í leyni lá sérstök sveit manna sem kom fram þegar leiknum var lokið og sagði: "Nú getum við" og þar með var "Sægreifahópurinn" myndaður fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, því þó að mannabreytingar hafi orðið í liðinu síðan, þá ber þessi ríkistjórn fulla ábyrgð á málinu. Þessu rangláta kerfi vill Frjálslyndi flokkurinn breyta, enda hefur flokkurinn alla burði til þess, ef honum er veittur stuðningur í næstu alþingiskosningum, þar sem innan raða hans eru reyndir sjómenn, sem þekkja vel til íslenskra fiskveiða. Frjálslyndi flokkurinn þarf því að fá góðan stuðning kjósenda um allt land í næstkomandi alþingiskosningum ef góður árangur á að nást fram í þessu viðkvæma máli þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur að sjálfsögðu umhverfismál, bæði til lands og sjávar, ofarlega á sinni könnu. Ég treysti því að hann standi fyrir lagafrumvarpi á næsta þingi um dýpri siglingaleið olíu- og stórflutningsskipa við strendur landsins og hafi þá til viðmiðunar tillögu nefndar samgöngumálaráðherra sem skipuð var fyrir u.þ.b. 7 árum. Nefndin lagði m.a. til að þessi skip sigldu vissa djúpleið, frá Vestmannaeyjum, fyrir Reykjanes og Garðsskaga, á leið sinni frá Evrópu til Faxaflóahafna og til baka. Það hlýtur hver að sjá að slík lög eru nauðsynleg í ljósi síðasta óhapps er flutningaskipið Wilson Muuga strandaði út af Sandgerði í fyrra með miklar olíubirgðir í tönkum. Virtir vísindamenn, á öllum sviðum lífríkis lands og sjávar, sem sátu í fyrrgreindri nefnd höfðu einmitt lýst því yfir í skynsemi að þetta svæði væri eitt af því viðkvæmasta fyrir hverskonar mengun, vegna fugla og sjávarlífs. Sú siglingaleið sem nefndin lagði til að fyrrgreind skip sigldu, er allt að 50% öruggari en grunnleiðin fyrir Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fyrir Reykjanes og Garðskaga. Þessi siglingaleið, sem er aðeins lengri, virðist þyrnir í augum útgerðarmanna olíu- og flutningaskipa þó að hún sé mun öruggari siglingarleið fyrir skip og skipshöfn, t.d. í álandsvindi, en grunnleiðir þar sem ekkert má út af bera ef ekki á illa að fara eins og mýmörg dæmi hafa sýnt sig á undanförnum árum, þegar stór flutningaskip með fleiri þúsund lítra af eldsneyti innanborðs hafa strandað. Auk þess mikla fjárhagslega tjóns sem hlýst af slíkum ströndum, þá eru áhafnir skipanna í lífshættu þar til björgun þeirra er lokið og öll sú mengun sem frá skipinu kemur setur viðkvæmt lífríki lands og sjávar í hættu og getur valdið því ómældum skaða í áraraðir. Frjálslyndi flokkurinn hefur heiðarlegan málflutning gagnvart innstreymi erlends vinnuafls til landsins. Hann vill tryggja heilsuöryggi þeirra sem fyrir eru í landinu, og á ég þar við Íslendinga sem útlendinga. Þetta hljóta allir að vera sammála um og ég trúi ekki öðru en að það erlenda vinnuafl sem hingað kemur til landsins hljóti að vera ánægt með að fá góða læknisskoðun, sem það hefur kannski ekki átt möguleika á að fá í sínu heimalandi og þiggja læknishjálp, ef eitthvað finnst. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa stjórn á hinum mikla straumi erlends vinnuafls til landsins, en slíkum fjölda ólíkra innflytjenda frá hinum ólíkustu löndum, fylgja ýmis vandamál. Þar á ég m.a. við tungumálaerfiðleika og erfiðleika með að aðlagast öðrum venjum og siðum. Það er mikilvægt að þetta fólk sé ekki hlunnfarið í launum, og að það búi í mannsæmandi húsnæði og þannig væri lengi hægt að telja. Með öllum þessum málum vill Frjálslyndi flokkurinn hafa eftirlit, en það er á þessum sviðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa fallið og hlotið bágt fyrir. Og ætlum við að falla á því sama? Kosningar til Alþingis nálgast nú óðfluga. Frjálslyndi flokkurinn þarf á góðum stuðningi landsmanna að halda til að geta haldið áfram því mikla uppbyggingarstarfi í landsmálum, þjóðinni til heilla. Þar má m.a. nefna, auk þess sem fyrr hefur verið greint frá, áframhaldandi uppbygging og öflugur stuðningur við öryrkja og aldraða, meiri kraft í lagningu slitlags á þá þjóðvegi sem orðið hafa útundan hjá þessari ríkisstjórn og áframhaldandi breikkun akbrauta á þeim vegum sem nú eru að sligast undan umferðarþunga. Ég vona að landsmenn sem ganga að kjörborðinu við næstu alþingiskosningar, núna 12. maí næstkomandi, veiti sem flestir Frjálslynda flokknum gott brautargengi svo rödd hans megi áfram hljóma hátt á hinu háa Alþingi Íslendinga.Helgi Hallvarðsson, fv. skipherra.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar