Þú ert rekin! Þuríður Björg Þorgrímsdóttir skrifar 8. maí 2007 09:28 Fröken Ríkisstjórn: Ég er vinnuveitandi þinn og þar af leiðandi get ég bæði ráðið þig og rekið. Gallinn er reyndar sá að eigendur fyrirtækisins Íslands eru svo margir að ég ein og sér hef ekki úrslitavaldið. Ég var heldur aldrei fylgjandi því að ráða þig á sínum tíma. Ég vonast samt til að fá stuðning meirihluta eigendanna í eftirfarandi máli. Mér finnst þú ekki hafa staðið þig sem skyldi í starfi þínu hjá fyrirtækinu síðastliðin 12 ár. Auk þess áttu það til að grobba þig af afrekum þínum þó oft á tíðum sé innistæðan heldur lítil. Til dæmis þreytistu aldrei á að stæra þig af mikilli kaupmáttaraukningu eftir að þú komst til starfa hjá okkur. Hingað til hef ég þurft að trúa þér þar sem þú hefur alltaf virst vera með rökin fyrir þessari fullyrðingu á hreinu. Nú hefur hins vegar Árni Páll Árnason hrakið þessi rök og sýnt fram á að kaupmáttaraukningin síðustu 11 árin er einungis í meðallagi (Fréttablaðið 7. maí 2007, bls. 22). Það finnst mér ekki góður árangur í starfi. Einnig grobbarðu þig af því að hafa lengt fæðingarorlofið með því að bæta við það þremur mánuðum sem aðeins faðirinn getur nýtt. Þetta var mjög góð hugmynd, ég verð að játa það, en útfærslan var ekki fullnægjandi. Því miður nýtist orlofið ekki öllum börnum. Sumir foreldrar eru nefnilega einir með nýfætt barn sitt (jú, það er alveg dagsatt!) og margir þeirra geta alls ekki nýtt sér þessa þrjá nýju mánuði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og ætla ég hér að nefna tvær þeirra sem eru mjög algengar. Í fyrsta lagi getur ástæðan verið sú að faðirinn hefur ekki áhuga á því að vera einn með barnið, kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið eða hann hefur hreinlega ekki áhuga á barninu. Sumir taka jafnvel þessa þrjá mánuði en nýta þá til annars en þeir eru ætlaðir. Í öðru lagi er algengara en margur heldur að faðirinn búi erlendis og hafi ekki möguleika á því að vera með barninu. Á meðan viðhorf þitt er það að fæðingarorlof sé réttur foreldranna en ekki barnanna - jafnvel þótt markmið laganna sé að tryggja barninu samvistir við báða foreldra - sé ég ekki ástæðu til að láta þig sjá lengur um þetta mál. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að viðhorf þitt í málinu breytist á næstunni. Að auki vil ég sjá meiri kaupmáttaraukningu en þú hefur náð, sérstaklega hjá þeim lægst launuðu, en einstæðir foreldrar tilheyra einmitt margir þeim hópi. Fröken Ríkisstjórn, ég verð því miður að tilkynna þér að þú ert rekin.Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, Varaformaður Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fröken Ríkisstjórn: Ég er vinnuveitandi þinn og þar af leiðandi get ég bæði ráðið þig og rekið. Gallinn er reyndar sá að eigendur fyrirtækisins Íslands eru svo margir að ég ein og sér hef ekki úrslitavaldið. Ég var heldur aldrei fylgjandi því að ráða þig á sínum tíma. Ég vonast samt til að fá stuðning meirihluta eigendanna í eftirfarandi máli. Mér finnst þú ekki hafa staðið þig sem skyldi í starfi þínu hjá fyrirtækinu síðastliðin 12 ár. Auk þess áttu það til að grobba þig af afrekum þínum þó oft á tíðum sé innistæðan heldur lítil. Til dæmis þreytistu aldrei á að stæra þig af mikilli kaupmáttaraukningu eftir að þú komst til starfa hjá okkur. Hingað til hef ég þurft að trúa þér þar sem þú hefur alltaf virst vera með rökin fyrir þessari fullyrðingu á hreinu. Nú hefur hins vegar Árni Páll Árnason hrakið þessi rök og sýnt fram á að kaupmáttaraukningin síðustu 11 árin er einungis í meðallagi (Fréttablaðið 7. maí 2007, bls. 22). Það finnst mér ekki góður árangur í starfi. Einnig grobbarðu þig af því að hafa lengt fæðingarorlofið með því að bæta við það þremur mánuðum sem aðeins faðirinn getur nýtt. Þetta var mjög góð hugmynd, ég verð að játa það, en útfærslan var ekki fullnægjandi. Því miður nýtist orlofið ekki öllum börnum. Sumir foreldrar eru nefnilega einir með nýfætt barn sitt (jú, það er alveg dagsatt!) og margir þeirra geta alls ekki nýtt sér þessa þrjá nýju mánuði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og ætla ég hér að nefna tvær þeirra sem eru mjög algengar. Í fyrsta lagi getur ástæðan verið sú að faðirinn hefur ekki áhuga á því að vera einn með barnið, kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið eða hann hefur hreinlega ekki áhuga á barninu. Sumir taka jafnvel þessa þrjá mánuði en nýta þá til annars en þeir eru ætlaðir. Í öðru lagi er algengara en margur heldur að faðirinn búi erlendis og hafi ekki möguleika á því að vera með barninu. Á meðan viðhorf þitt er það að fæðingarorlof sé réttur foreldranna en ekki barnanna - jafnvel þótt markmið laganna sé að tryggja barninu samvistir við báða foreldra - sé ég ekki ástæðu til að láta þig sjá lengur um þetta mál. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að viðhorf þitt í málinu breytist á næstunni. Að auki vil ég sjá meiri kaupmáttaraukningu en þú hefur náð, sérstaklega hjá þeim lægst launuðu, en einstæðir foreldrar tilheyra einmitt margir þeim hópi. Fröken Ríkisstjórn, ég verð því miður að tilkynna þér að þú ert rekin.Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, Varaformaður Félags einstæðra foreldra
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar