SAMFYLKING Í SÁRUM Daníel Sigurðsson skrifar 8. maí 2007 08:00 Lungann úr kjörtímabilinu hefur verið skondið að fylgjast með vængstýfðri Samfylkingunni flögra úr einu gaukshreiðrinu í annað í leit að rampa til að hefja sig til flugs af. Allt hefur komið fyrir ekki og síðustu mánuði hafa magalendingarnar orðið æ harkalegri eftir því sem fjöðrunum hefur fækkað í þessum stefnulausu flugtakstilburðum. Í von um að geta skreytt flokkinn með lánuðum fjöðrum bauð formaðurinn skandinavískum stallsystrum sínum, sænsku Mona Sahlin og dönsku Helle Thorning, formönnum “systurflokkanna”, á landsfund litlu systur á Íslandi. Mona þessi Sahlin gengdi tvíþættu hlutverki á samkundunni. Hún lagði línurnar en var um leið holdgervingur vítis til varnaðar því hún býr yfir þeirri reynslu að hafa orðið að segja af sér ráðherradómi vegna spillingarmála. Það kom á daginn að í málaefnalegu tilliti reyndist hvorug kratakynsystirin skarta fjöðrum sem brúklegar væru til að hressa uppá hina pólitísku ímynd gestgjafans og koma honum á flug í kosningabaráttunni. Þvert á móti kom Mona þessi litlu systur endanlega niður á jörðina þegar hún í hreinskilningslegu gáleysi kom eftirfarandi skilaboðum til íslenskra kjósenda í sjónvarpsviðtali (í lauslegri þýðingu): “Hinn almenni skattgreiðandi þarf að læra að meta háa skatta því að eftir því sem þeir eru hærri þeim mun meira hefur ríkissjóður úr að moða fyrir samfélagið”. Það ber að þakka Monu Sahlin fyrir að hafa alsberað með jafn hispurslausum hætti kjarnann í hinni skandinavísku sósíaldemokratísku kennisetningu frammi fyrir alþjóð. Hinn íslenski launþegi þarf nú ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða krumla muni leika lausum hala í buddu hans ef Samfylkingin verður leiðandi afl í ríkisstjórn. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Sá sem nefndur hefur verið guðfaðir samfylkingarinnar (JBH) gaf nýverið út dánarvottorð á Samfylkingartilraunina enda orðið dagljóst að hana hefur dagað uppi í nafnbreytingu einni saman. Fyrrum prelátar Alþýðuflokksins sáluga róa nú lífróður á síðum blaðanna að sminka líkið og velja þokkafull líkklæði svo það eigi einhverja möguleika á stjórnarmyndunarballinu þegar boðið verður uppí dans. Hver minningargreinin rekur aðra um hinn sáluga Alþýðuflokk þar sem hástemmt og mærðarlegt oflofið fer úr böndum þannig að úr verður sögufölsun. Þannig er t.d. rætt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar án þess að minnast á útfærsluna úr 50 sjómílum í 200 bara vegna þess að A-flokkarnir svokölluðu komu þar hvergi nærri. Meginástæðan fyrir þenslunni er ekki nema að litlu leyti stóriðjuframkvæmdunum fyrir austan um að kenna. Innrás bankanna inná húsnæðismarkaðinn er höfuð ástæðan. SBV tapaði kærumáli fyrir Evrópudómstól sem féllst ekki á þau rök að Íbúðalánasjóður væri í ólöglegri samkeppni við bankana.Viðbrögð KB-Banka urðu þau að ryðjast inná markaðinn með snarpri sókn í viðleitni sinni til að leggja Íbl-sjóð á hliðina að því er virtist. Hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hið nýfengna frelsi fór þarna úr böndum en stjórnendur á þeim bæjum haf nú séð að sér. Formaður hins afturgengna Alþýðuflokks sér hins vegar ekki að sér og grefur undan íslensku krónuni með því að úthrópa hana ónýta. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að hann vilji leggja niður Reykjavíkurflugvöll þó svo niðurstaðan yrði sú að flytja þyrfti innanlandsflugið til Keflavíkur. Skoðanakannanir meðal Reykvíkinga sýna að langflestir vilja halda flugvellinum á sínum stað og þeir gera sér auðvitað grein fyrir að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eina alvöru almenningssamgöngutæki Reykvíkinga. Prelátar hins afturgengna Alþýðuflokks klifa sífellt á því að innganga Íslands í Evrópusambandið sé óhjákvæmileg ásamt upptöku evru. Sviss sem er í miðri Evrópu og eitt allra mesta velmegunarríki heims afsannar kirfilega krata-kenninguna enda er Sviss ekki í ES. Norðmenn og Íslendingar hafa líka afsannað kenninguna kirfilega enda í 1.og 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum.Daníel Sigurðsson Sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lungann úr kjörtímabilinu hefur verið skondið að fylgjast með vængstýfðri Samfylkingunni flögra úr einu gaukshreiðrinu í annað í leit að rampa til að hefja sig til flugs af. Allt hefur komið fyrir ekki og síðustu mánuði hafa magalendingarnar orðið æ harkalegri eftir því sem fjöðrunum hefur fækkað í þessum stefnulausu flugtakstilburðum. Í von um að geta skreytt flokkinn með lánuðum fjöðrum bauð formaðurinn skandinavískum stallsystrum sínum, sænsku Mona Sahlin og dönsku Helle Thorning, formönnum “systurflokkanna”, á landsfund litlu systur á Íslandi. Mona þessi Sahlin gengdi tvíþættu hlutverki á samkundunni. Hún lagði línurnar en var um leið holdgervingur vítis til varnaðar því hún býr yfir þeirri reynslu að hafa orðið að segja af sér ráðherradómi vegna spillingarmála. Það kom á daginn að í málaefnalegu tilliti reyndist hvorug kratakynsystirin skarta fjöðrum sem brúklegar væru til að hressa uppá hina pólitísku ímynd gestgjafans og koma honum á flug í kosningabaráttunni. Þvert á móti kom Mona þessi litlu systur endanlega niður á jörðina þegar hún í hreinskilningslegu gáleysi kom eftirfarandi skilaboðum til íslenskra kjósenda í sjónvarpsviðtali (í lauslegri þýðingu): “Hinn almenni skattgreiðandi þarf að læra að meta háa skatta því að eftir því sem þeir eru hærri þeim mun meira hefur ríkissjóður úr að moða fyrir samfélagið”. Það ber að þakka Monu Sahlin fyrir að hafa alsberað með jafn hispurslausum hætti kjarnann í hinni skandinavísku sósíaldemokratísku kennisetningu frammi fyrir alþjóð. Hinn íslenski launþegi þarf nú ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða krumla muni leika lausum hala í buddu hans ef Samfylkingin verður leiðandi afl í ríkisstjórn. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Sá sem nefndur hefur verið guðfaðir samfylkingarinnar (JBH) gaf nýverið út dánarvottorð á Samfylkingartilraunina enda orðið dagljóst að hana hefur dagað uppi í nafnbreytingu einni saman. Fyrrum prelátar Alþýðuflokksins sáluga róa nú lífróður á síðum blaðanna að sminka líkið og velja þokkafull líkklæði svo það eigi einhverja möguleika á stjórnarmyndunarballinu þegar boðið verður uppí dans. Hver minningargreinin rekur aðra um hinn sáluga Alþýðuflokk þar sem hástemmt og mærðarlegt oflofið fer úr böndum þannig að úr verður sögufölsun. Þannig er t.d. rætt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar án þess að minnast á útfærsluna úr 50 sjómílum í 200 bara vegna þess að A-flokkarnir svokölluðu komu þar hvergi nærri. Meginástæðan fyrir þenslunni er ekki nema að litlu leyti stóriðjuframkvæmdunum fyrir austan um að kenna. Innrás bankanna inná húsnæðismarkaðinn er höfuð ástæðan. SBV tapaði kærumáli fyrir Evrópudómstól sem féllst ekki á þau rök að Íbúðalánasjóður væri í ólöglegri samkeppni við bankana.Viðbrögð KB-Banka urðu þau að ryðjast inná markaðinn með snarpri sókn í viðleitni sinni til að leggja Íbl-sjóð á hliðina að því er virtist. Hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hið nýfengna frelsi fór þarna úr böndum en stjórnendur á þeim bæjum haf nú séð að sér. Formaður hins afturgengna Alþýðuflokks sér hins vegar ekki að sér og grefur undan íslensku krónuni með því að úthrópa hana ónýta. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að hann vilji leggja niður Reykjavíkurflugvöll þó svo niðurstaðan yrði sú að flytja þyrfti innanlandsflugið til Keflavíkur. Skoðanakannanir meðal Reykvíkinga sýna að langflestir vilja halda flugvellinum á sínum stað og þeir gera sér auðvitað grein fyrir að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eina alvöru almenningssamgöngutæki Reykvíkinga. Prelátar hins afturgengna Alþýðuflokks klifa sífellt á því að innganga Íslands í Evrópusambandið sé óhjákvæmileg ásamt upptöku evru. Sviss sem er í miðri Evrópu og eitt allra mesta velmegunarríki heims afsannar kirfilega krata-kenninguna enda er Sviss ekki í ES. Norðmenn og Íslendingar hafa líka afsannað kenninguna kirfilega enda í 1.og 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum.Daníel Sigurðsson Sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar