Körfubolti

Ágúst að hætta með Hauka?

Enn er óvíst hvort Ágúst Björgvinsson þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Iceland Exress deild kvenna í körfubolta verði áfram við stjórnvölinn hjá Hafnarfjarðarliðinu. Haukar urðu í gær Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar liðið vann seiglusigur á Keflavík en Haukastúlkur unnu einvígið 3-1. Haukar hirtu þrjá stærstu titlana, Íslandsmeistaratitilinn, deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.

Í raun hirtu Haukar fimm titla í vetur því liðið hampaði einnig sigri í Powerade deildarbikarkeppninni og meistarakeppninni. Þjálfari Hauka er hinn ungi og efnilegi Ágúst Björgvinsson sem hefur óneitanlega gert frábæra hluti með liðið. Orðrómur hefur verið uppi um að Ágúst sé á förum til útlanda og yfirgefi Haukaliðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.