Lífið

Klipparinn fylgir Beckham fjölskyldunni

Viktoría verður áfram fín um hárið.
Viktoría verður áfram fín um hárið.

Hárskeri Beckham fjölskyldunnar hefur ákveðið að flytja með þeim til Hollywood. Ben Cooke hefur verið hárgreiðslumaður Viktoríu Beckham í sjö ár sér einnig um aðra fjölskyldumeðlimi. Hann er meðal annars ábyrgur fyrir skrautlegri klippingu knattspyrnuhetjunnar. Auk þess að skera hár fjölskyldunnar er Ben orðinn góður vinur hennar og hefur ferðast með hjónunum um heiminn þveran og endilangan, til þess að passa upp á útlitið.

Breska blaðið The Sun segir að Ben hafi raunar dreymt um það í mörg ár að opna hárgreiðslustofu í Bandaríkjunum, og nú þegar frægustu viðskiptavinir hans eru að flytja þangað ákvað hann að láta drauminn rætast. Viktoría er sögð himinlifandi yfir því að fá Ben með sér vestur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.