Lífið

Skólahreysti

Þriðju og fjórðu riðilar í keppni grunnskóla um Skólahreysti fara fram fimmtudaginn 8. febrúar. Þriðji riðill byrjar kl. 16:00 og líkur kl. 17:30 en fjórði riðill byrjar kl. 19:00 og líkur kl. 20:30.

Fer keppnin fram í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum og eru allir velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Í þriðja riðli eru eftirfarandi skólar skráðir til leiks: Álftanesskóli, Digranesskóli, Hjallaskóli, Kársnesskóli, Klébergsskóli, Kópavogsskóli, Lágafellsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli, Valhúsaskóli og Varmáskóli.

Í fjórða riðli keppa eftirfarandi skólar: Garðaskóli, Gerðaskóli, Grunnskóli Grindavíkur, Grunnskólinn í Sandgerði, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli, Setbergsskóli, Stóru-Vogaskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli.

Skólahreysti






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.