Lífið

Erfiðasti tíminn fyrir Philippe

Hjónin á leið á frumsýningu á myndinni "Crash" í Beverly Hills árið 2005.
Hjónin á leið á frumsýningu á myndinni "Crash" í Beverly Hills árið 2005. MYND/Getty Images

Leikarinn Ryan Philippe hefur tjáð sig um skilnaðinn við fyrrum eiginkonu sína, leikkonuna Reese Witherspoon. Hann segir að skilnaðurinn hafi reynst erfiðasta verkefni lífs síns. Slúðurblöð og sjónvarpsþættir um stjörnurnar vestanhafs veltu sér upp úr endalokum gullnu leikarahjónanna í Hollywood.

Samband þeirra hófst árið 1999 og þau eiga tvö börn saman, sjö og þriggja ára. Ryan segist ekki lesa slúðurtímarit eða horfa á sjónvarpsþætti og honum finnist erfitt að vera eltur af ljósmyndurum; "Sérstaklega þegar þeir elta mig í skóla barnanna."

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.