Lífið

Eiginmaður Anne Heche sækir um skilnað

Anne og Coley hress á frumsýningu myndarinnar Snatch árið 2001
Anne og Coley hress á frumsýningu myndarinnar Snatch árið 2001 MYND/Wireimage

Eiginmaður leikkonunnar Anne Heche, Coley Laffoon, hefur sótt um skilnað við leikkonuna. Anne er hvað þekktust fyrir samband sitt við gamanleikkonuna Ellen DeGeneres en þær voru áður saman í þrjú ár. Anne og Coley, sem er kvikmyndatökumaður, hittust fyrst við gerð heimildarmyndar um Ellen.

 

Fréttamiðillinn TMZ komst yfir skilnaðarpappírana þar sem ástæða skilnaðarins er sögð vera óásættanlegur ágreiningur. Coley ætlar að fara fram á sameiginlegt forræði yfir Homer, fimm ára syni þeirra, og mun krefjast umtalsferðs fjárstuðnings frá hennar hendi.

 

Skilnaðurinn kemur í kjölfar þess að Anne, sem hefur nýlokið að leika í kvikmyndinni Men in Trees, var orðuð við meðleikara sinn James Tupper. James skildi við konu sína fyrir nokkrum mánuðum en hvorugt þeirra hefur viljað staðfesta þessar sögusagnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.