Ríkisstjórnin hysji upp um sig brækurnar í fangelsismálum 1. febrúar 2007 11:02 MYND/GVA Hvatt var til þess á Alþingi í morgun að fangelsismál yrðu tekin úr höndum ráðherra og að þingnefndir hefðu frumkvæði að því veita aukið fé í málaflokkinn. Var ríkisstjórnin jafnframt hvött til að hysja upp um sig brækurnar í málefnunum. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sem vakti athygli á þeirri stöðu sem upp er komin í fangelsismálum en um helmingur fangavarða í landinu hefur sagt upp vegna óánægju með kjör sín og aðbúnað. Benti Kolbrún á að lengi hefði verið vitað af sleifarlaginu í fangelsismálum þar sem fjármunir hefðu ekki fengist til úrbóta. Sagði hún við þingið að sakast að hafa ekki sett meira fé í málið og hvatti ríkisstjórnina til þess að hysja upp um sig brækurnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ástandið vissulega alvarlegt en betra væri að ræða þau þegar dómsmálaráðherra væri viðstaddur. Kolbrún ætti því að biðja um utandagskrárumræðu um málið. Arnbjörg lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að Alþingi væri ekki vettvangur kjaraviðræðna heldur væri það í höndum stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra að ræða launamál. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, benti hins vegar á að málið snerist ekki bara um kjör heldur einnig aðbúnað. Einn fangavörður væri til dæmis á vakt á Akureyri og fréttir hefðu borist af því að fangar hefðu sloppið úr gæsluvarðhaldi þar. Það væri vegna slæms aðbúnaðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, benti auk þess á að það þyrfti ekki alltaf ráðherra til að takast á við málin. Allsherjarnefnd og fjárlaganefnd hefðu ákveðnar skyldur og því hvetti hann þær nefndir til þess að láta málið til sín taka úr því ráðherrar stæðu sig ekki í stykkinu. Kolbrún benti enn fremur á að fangelsismálin tengdust meðferðarmálum almennt. Fangar dveldu á sjálfstæðum meðferðarstofnunum og hefðu getað gengið þar inn og út. Slíkar stofnanir gætu ekki staðið undir sömu fagkröfum og fangelsi en leitað væri til þeirra vegna fjárskorts. Væri þetta hluti af syndrómi ríkisstjórnarinnar að svelta stofnanir ríkisins eins og Fangelsismálastofnun. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hvatt var til þess á Alþingi í morgun að fangelsismál yrðu tekin úr höndum ráðherra og að þingnefndir hefðu frumkvæði að því veita aukið fé í málaflokkinn. Var ríkisstjórnin jafnframt hvött til að hysja upp um sig brækurnar í málefnunum. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sem vakti athygli á þeirri stöðu sem upp er komin í fangelsismálum en um helmingur fangavarða í landinu hefur sagt upp vegna óánægju með kjör sín og aðbúnað. Benti Kolbrún á að lengi hefði verið vitað af sleifarlaginu í fangelsismálum þar sem fjármunir hefðu ekki fengist til úrbóta. Sagði hún við þingið að sakast að hafa ekki sett meira fé í málið og hvatti ríkisstjórnina til þess að hysja upp um sig brækurnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ástandið vissulega alvarlegt en betra væri að ræða þau þegar dómsmálaráðherra væri viðstaddur. Kolbrún ætti því að biðja um utandagskrárumræðu um málið. Arnbjörg lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að Alþingi væri ekki vettvangur kjaraviðræðna heldur væri það í höndum stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra að ræða launamál. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, benti hins vegar á að málið snerist ekki bara um kjör heldur einnig aðbúnað. Einn fangavörður væri til dæmis á vakt á Akureyri og fréttir hefðu borist af því að fangar hefðu sloppið úr gæsluvarðhaldi þar. Það væri vegna slæms aðbúnaðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, benti auk þess á að það þyrfti ekki alltaf ráðherra til að takast á við málin. Allsherjarnefnd og fjárlaganefnd hefðu ákveðnar skyldur og því hvetti hann þær nefndir til þess að láta málið til sín taka úr því ráðherrar stæðu sig ekki í stykkinu. Kolbrún benti enn fremur á að fangelsismálin tengdust meðferðarmálum almennt. Fangar dveldu á sjálfstæðum meðferðarstofnunum og hefðu getað gengið þar inn og út. Slíkar stofnanir gætu ekki staðið undir sömu fagkröfum og fangelsi en leitað væri til þeirra vegna fjárskorts. Væri þetta hluti af syndrómi ríkisstjórnarinnar að svelta stofnanir ríkisins eins og Fangelsismálastofnun.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira