Lífið

Kynþáttaníð í Stóra Bróður bjargaði þættinum

Yfirmaður Stöðvar 4 í Bretlandi segir að nýjasta þáttaröð Big Brother hafi stefnt í að verða sú leiðinlegasta í sögu stöðvarinnar. Kevin Lygo einn yfirmanna Channel 4 sagði breska tímaritinu Broadcast Magazine að fordómafull ummæli bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody gegn Indversku Bollywood-stjörnunni Shilpa Shetty hafi bjargað þættinum frá leiðindum. Hann viðurkennir að hafa leitt hugann að því hvað hefði verið hægt að gera, áður en málið kom upp. Fjölmiðlar í Bretlandi veltu sér upp úr málinu alla síðustu viku. Stjórnendur þáttanna þóttu ekki hafa tekið nógu vel á málinu og þrýstingur var á sjónvarpsstöðina að hætta gerð þeirra. Lygo sagðist styðja stjórnendur þáttarins og að réttar ákvarðanir hefðu verið teknar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.