Lífið

Knightley í mál við Daily Mail

Keira Knightley mætir á frumsýningu kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean í London síðastliðið sumar.
Keira Knightley mætir á frumsýningu kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean í London síðastliðið sumar. MYND/Getty Images

Keira Knightley hefur farið í mál við breskt dagblað vegna greinar sem gaf í skyn að hún hefði logið til um að vera ekki með átröskun. The Daily Mail birti mynd af hinn 21 árs gömlu leikkonu á strönd, og í texta með myndinni var bent á holdafar hennar. Myndin birtist í grein um stúlku sem dó af völdum anorexíu. Fréttavefur BBC segir að í tilkynningu frá lögmönnum leikkonunnar segi að blaðið hafi auk þess gefið í skyn að Knightley hafi gefið slæmt fordæmi og átt þannig þátt í dauða stúlkunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.