Evrópusambandsþingið 18. maí 2007 06:00 Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar