Styrkur til RÚV en þó ekki Þorgrímur Gestsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Umræðan Ríkisútvarpið Þegar við Páll Magnússon tókumst á um framlag Björgólfs Guðmundssonar til RÚV í sjónvarpi í fyrrakvöld þvertók hann fyrir að þar væri um styrk að ræða. Hann sagði að það væri misskilningur og fullyrti að féð rynni beint til framleiðenda utan RÚV. En það fer ekki á milli mála að Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson gerðu samning um að leggja í sameiningu 200 til 300 milljónir króna til framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni. Í Morgunblaðinu á laugardaginn segir: „Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins." Á „visir.is" var haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjónvarps, í gær að samningurinn við Björgólf væri fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins, innlends dagskrárefnis og ljóst að fjölmargir framleiðendur myndu njóta góðs af því, m.a. Saga film, sem væri í eigu 365-miðla. Hins vegar hafði Morgunblaðið eftir dagskrárstjóranum: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur." Þarna virðast þeir félagar því vera á hröðu undanhaldi. Það er nefnilega erfitt að skilja þetta öðruvísi en þannig að hér sé á ferðinni styrkur til RÚV frá einstaklingi og samkvæmt nýju lögunum um Ríkisútvarpið ohf. má það ekki hafa aðrar tekjur en af nefskatti (enn eru þó tekin afnotagjöld), auglýsingum og svonefndri kostun. Ef styrkur Björgólfs er hvorki kostun né vegna auglýsinga, hvað er hann þá? Það er ljóst að þarna verða hagsmunatengsl Björgólfs og RÚV. En Hollvinir RÚV óttast ekki að starfsmenn RÚV láti Björgólf njóta þessara fjárhagstengsla heldur að þau muni vekja grunsemdir um að þeir taki á málefnum fyrirtækja hans með silkihönskum. Slíkar grunsemdir mega aldrei falla á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Og hver veit hver verður næsti leikur? Allir þverneita náttúrlega að Björgólfur fái nokkur áhrif innan RÚV vegna þessa samnings en hvaða hugsun er þá á bakvið þau orð hans að „ríkið sé versti eigandi fjölmiðils"? Allir vita líka að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja selja RÚV. Er ekki ástæða til að almenningur fái að sjá þennan samning? Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar