Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, þurfti að leita sér læknisaðstoðar í gær en við skoðun kom í ljós að hægra lunga hans hafði fallið saman.
Á heimasíðu sinni segir Björn frá því að hann hafi hitt lækni í gær til að láta fylgjast með blóðþrýstingnum. Læknirinn hafi ekkert heyrt í hægra lunga Björns og því sent hann á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahús. Þar kom í ljós að lungað var fallið saman.
Slöngu var komið fyrir við lunga Björns og sog sett á hana til að þenja lungað út á ný. Nokkurn tíma tók að þenja lungað út og var það nokkuð sárt að sögn Björns.
Björn gat ekki tekið þátt í umræðum á Alþingi í gær vegna þessa.
Heimasíðu Björns má finna hér.