Starfsmenn óskráðir 28. ágúst 2007 06:00 20 af þeim 29 mönnum sem lentu í bílslysinu á Bessastaðafjalli í Fljótsdal á sunnudaginn eru ekki skráðir löglega hér á landi, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Gissur segir að ekki hafi verið greidd lögbundin gjöld af launum sumra þeirra á árinu. Mennirnir unnu hjá verktakafyrirtækinu Arnarfelli við að byggja Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Starfsmennirnir voru ráðnir í gegnum undirverktaka: þýska fyrirtækið Hunnebeck Polska, GT-verktaka ehf. og Spöng ehf. Gissur segir að þetta geti haft áhrif á það hvort almannatryggingakerfið standi undir þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda eftir slysið. „Nú reynir á að þessir menn njóti þeirra réttinda sem lögformlegt ráðningarsamband felur í sér,“ segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna Kárahnjúkavirkjunar, segir að það beri að tilkynna og skrá alla erlenda starfsmenn verktakafyrirtækja til Vinnumálastofnunar frá fyrsta vinnudegi. Það hafi ekki verið gert. Odd grunaði að starfsmenn undirverktakanna væru ekki löglega skráðir hér á landi og lét Vinnumálastofnun vita af því. Oddur segir að hugsanlega séu um sextíu starfsmenn undirverktakanna ekki skráðir löglega. Gissur segir að mál hinna mannanna verði einnig rannsökuð á næstunni. Ingibjörg Sigurbergsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Spöng ehf., segir að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem lentu í rútuslysinu séu skráðir löglega hér á landi. Þrír af mönnunum fimmtán sem slösuðust í slysinu starfa hjá fyrirtækinu að sögn Ingibjargar. Trausti Finnbogason, eigandi GT-verktaka, segir að ráðningarsamningum fjögurra manna sem unnu hjá fyrirtækinu og lentu í slysinu hafi ekki verið skilað til Vinnumálastofnunar vegna sumarfría. „Þetta var bara smá seinagangur hjá okkur.“ Trausti segir að ráðningarsamningum mannanna fjögurra við verktakafyrirtæki í Lettlandi, sem þeir eru samningsbundnir, verði skilað til Vinnumálastofnunar á næstu dögum. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
20 af þeim 29 mönnum sem lentu í bílslysinu á Bessastaðafjalli í Fljótsdal á sunnudaginn eru ekki skráðir löglega hér á landi, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Gissur segir að ekki hafi verið greidd lögbundin gjöld af launum sumra þeirra á árinu. Mennirnir unnu hjá verktakafyrirtækinu Arnarfelli við að byggja Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Starfsmennirnir voru ráðnir í gegnum undirverktaka: þýska fyrirtækið Hunnebeck Polska, GT-verktaka ehf. og Spöng ehf. Gissur segir að þetta geti haft áhrif á það hvort almannatryggingakerfið standi undir þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda eftir slysið. „Nú reynir á að þessir menn njóti þeirra réttinda sem lögformlegt ráðningarsamband felur í sér,“ segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna Kárahnjúkavirkjunar, segir að það beri að tilkynna og skrá alla erlenda starfsmenn verktakafyrirtækja til Vinnumálastofnunar frá fyrsta vinnudegi. Það hafi ekki verið gert. Odd grunaði að starfsmenn undirverktakanna væru ekki löglega skráðir hér á landi og lét Vinnumálastofnun vita af því. Oddur segir að hugsanlega séu um sextíu starfsmenn undirverktakanna ekki skráðir löglega. Gissur segir að mál hinna mannanna verði einnig rannsökuð á næstunni. Ingibjörg Sigurbergsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Spöng ehf., segir að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem lentu í rútuslysinu séu skráðir löglega hér á landi. Þrír af mönnunum fimmtán sem slösuðust í slysinu starfa hjá fyrirtækinu að sögn Ingibjargar. Trausti Finnbogason, eigandi GT-verktaka, segir að ráðningarsamningum fjögurra manna sem unnu hjá fyrirtækinu og lentu í slysinu hafi ekki verið skilað til Vinnumálastofnunar vegna sumarfría. „Þetta var bara smá seinagangur hjá okkur.“ Trausti segir að ráðningarsamningum mannanna fjögurra við verktakafyrirtæki í Lettlandi, sem þeir eru samningsbundnir, verði skilað til Vinnumálastofnunar á næstu dögum.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira