Bókavörður bakar Loga vandræði 5. maí 2007 06:00 Var viðbúinn ýmsu en ekki þessari óvæntu vendingu. „Ohhh, já, ekki bjóst ég við því að þetta kæmi í bakið á okkur. Ekki þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður. Á fimmtudag lagði Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður varaformann Vinstri grænna, hina fjölfróðu Katrínu Jakobsdóttur, í æsispennandi viðureign í spurningaþætti Stöðvar 2, Meistaranum, sem Logi Bergmann hefur umsjá með. Féll þar út síðasta konan í keppninni og í undanúrslitum sitja nú fjórir karlar fyrir á fleti. Hins vegar hafa Fréttablaðinu borist ábendingar um að þarna hafi pottur verið heldur betur brotinn. Og Páll Ásgeir sigrað ómaklega. Seint í keppninni lagði hann undir fimm stig og fékk spurninguna: Hver er landsbókavörður? Páll svaraði skilmerkilega: Sigrún Klara Hannesdóttir, og þóttist eiga kollgátuna. Fróða áhorfendur rak hins vegar í rogastans. Því landsbókavörður er Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. Engu að síður staðhæfir Logi að Páll hafi haft rétt svar. Hvernig má það vera? „Jú, það er þannig að þessi tiltekni þáttur var tekinn upp 28. mars. Við áttum sex þætti inni sem er mjög langur tími. En þá snerist þetta um praktísk atriði. Einhverjir voru að fara út og þetta voru einu dagarnir sem við áttum í tökur,“ segir Logi. „Þetta var klárlega rétt svar á þeim tíma.“ Og þannig var að Sigrún Klara, sem gegnt hafði stöðunni í fimm ár, notfærði sér hina svokölluðu 95 ára reglu og var skipaður nýr landsbókavörður 1. apríl. „Við höfum forðast að spyrja um störf og stöður þar sem lítið atvinnuöryggi er ... fótboltaþjálfara og slíka. En landsbókavörður ...“ segir Logi. Það kom Meistarafólki gersamlega í opna skjöldu. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Ohhh, já, ekki bjóst ég við því að þetta kæmi í bakið á okkur. Ekki þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður. Á fimmtudag lagði Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður varaformann Vinstri grænna, hina fjölfróðu Katrínu Jakobsdóttur, í æsispennandi viðureign í spurningaþætti Stöðvar 2, Meistaranum, sem Logi Bergmann hefur umsjá með. Féll þar út síðasta konan í keppninni og í undanúrslitum sitja nú fjórir karlar fyrir á fleti. Hins vegar hafa Fréttablaðinu borist ábendingar um að þarna hafi pottur verið heldur betur brotinn. Og Páll Ásgeir sigrað ómaklega. Seint í keppninni lagði hann undir fimm stig og fékk spurninguna: Hver er landsbókavörður? Páll svaraði skilmerkilega: Sigrún Klara Hannesdóttir, og þóttist eiga kollgátuna. Fróða áhorfendur rak hins vegar í rogastans. Því landsbókavörður er Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. Engu að síður staðhæfir Logi að Páll hafi haft rétt svar. Hvernig má það vera? „Jú, það er þannig að þessi tiltekni þáttur var tekinn upp 28. mars. Við áttum sex þætti inni sem er mjög langur tími. En þá snerist þetta um praktísk atriði. Einhverjir voru að fara út og þetta voru einu dagarnir sem við áttum í tökur,“ segir Logi. „Þetta var klárlega rétt svar á þeim tíma.“ Og þannig var að Sigrún Klara, sem gegnt hafði stöðunni í fimm ár, notfærði sér hina svokölluðu 95 ára reglu og var skipaður nýr landsbókavörður 1. apríl. „Við höfum forðast að spyrja um störf og stöður þar sem lítið atvinnuöryggi er ... fótboltaþjálfara og slíka. En landsbókavörður ...“ segir Logi. Það kom Meistarafólki gersamlega í opna skjöldu.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira