Björgvin og Arnar á leið í Hauka 5. maí 2007 03:15 ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson og Fylkismaðurinn Arnar Jón Agnarsson munu að öllum líkindum semja við Hauka eftir helgi. Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn