Spurt hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu stefnu frjálslyndra 29. janúar 2007 15:40 MYND/Stefán Kallað var eftir því á Alþingi í dag hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu hugmyndir Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum sem greint hefði verið frá á landsfundi flokksins um helgina. Það var Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og sagði landsfund frjálslyndra hafa einkennst af ringulreið þar sem fólk sem ekki væri í flokknum hefði fengið að kjósa forystu hans. Sagði hann þingið skrumskælingu á lýðræðinu og spurði hvernig flokki sem réði ekki við einn kjörkassa væri treystandi fyrir ríkiskassanum og þar með setu í ríkisstjórn. Sagði Guðjón að honum hugnaðist illa stefna frjálslynda sem jaðraði við rasistadekur. Benti hann á að mikið hefði verið gert úr hugsanlegu samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna eftir þingkosningar í vor og spurði hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu stefnu frjálslyndra í málaflokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn ekkert hafa að fela og að landsfundurinn hefði verið opinn þeim sem vildu taka þátt í stjórnmálastarfi. Slíkt væri lýðræðislegt. Sagðist hana vona að Guðjóni Ólafi liði vel og afhenti honum málefnaská Frjálslynda flokksins. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði stefnu Samfylkingarinnar mjög ljósa, hún hefði verið lögð fram í þingsályktun á dögunum en enginn framsóknarmaður hefði verið viðstaddur umræður um hana. Þá sagði Mörður Árnason að framsóknarmenn hefðu ráðist gegn frjálslyndum í stað þess að ræða stefnu ríkisstjórnarinanr í málinu sem kynnt hefði verið í síðustu viku en hún væri aðeins fögur orð. Guðjón Ólafur sagði hins vegar að spurningunni um það hvort Samfylkingin og Vinstri - grænir styddu stefnu frjálslyndra í innflytjendamálum væri ósvarað í umræðunum. Kolbrún Halldórsdópttir, þingkona Vinstri - grænna, sagði hins vegar að greinilega væri einhver óróleiki í Framsóknarflokknum vegna slaks gengis hans í skoðanakönnunum að undanförnu. Stefna Vinstri - grænna væri skýr í innflytjendamálum og flokkurinn hefði fagnað nýrri stefnu ríkisstjórnarnarinnar í málaflokknum en það væri upp á næstu ríkisstjórn komið að framfylgja henni. Skoðanakannanir bentu til þess að ríkisstjórnin myndi falla í vor en ríkisstjórnarmyndun færi ekki fram í þingsölum skömmu fyrir kosningar heldur eftir þær. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Kallað var eftir því á Alþingi í dag hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu hugmyndir Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum sem greint hefði verið frá á landsfundi flokksins um helgina. Það var Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og sagði landsfund frjálslyndra hafa einkennst af ringulreið þar sem fólk sem ekki væri í flokknum hefði fengið að kjósa forystu hans. Sagði hann þingið skrumskælingu á lýðræðinu og spurði hvernig flokki sem réði ekki við einn kjörkassa væri treystandi fyrir ríkiskassanum og þar með setu í ríkisstjórn. Sagði Guðjón að honum hugnaðist illa stefna frjálslynda sem jaðraði við rasistadekur. Benti hann á að mikið hefði verið gert úr hugsanlegu samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna eftir þingkosningar í vor og spurði hvort Samfylkingin og Vinstri - græn styddu stefnu frjálslyndra í málaflokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn ekkert hafa að fela og að landsfundurinn hefði verið opinn þeim sem vildu taka þátt í stjórnmálastarfi. Slíkt væri lýðræðislegt. Sagðist hana vona að Guðjóni Ólafi liði vel og afhenti honum málefnaská Frjálslynda flokksins. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði stefnu Samfylkingarinnar mjög ljósa, hún hefði verið lögð fram í þingsályktun á dögunum en enginn framsóknarmaður hefði verið viðstaddur umræður um hana. Þá sagði Mörður Árnason að framsóknarmenn hefðu ráðist gegn frjálslyndum í stað þess að ræða stefnu ríkisstjórnarinanr í málinu sem kynnt hefði verið í síðustu viku en hún væri aðeins fögur orð. Guðjón Ólafur sagði hins vegar að spurningunni um það hvort Samfylkingin og Vinstri - grænir styddu stefnu frjálslyndra í innflytjendamálum væri ósvarað í umræðunum. Kolbrún Halldórsdópttir, þingkona Vinstri - grænna, sagði hins vegar að greinilega væri einhver óróleiki í Framsóknarflokknum vegna slaks gengis hans í skoðanakönnunum að undanförnu. Stefna Vinstri - grænna væri skýr í innflytjendamálum og flokkurinn hefði fagnað nýrri stefnu ríkisstjórnarnarinnar í málaflokknum en það væri upp á næstu ríkisstjórn komið að framfylgja henni. Skoðanakannanir bentu til þess að ríkisstjórnin myndi falla í vor en ríkisstjórnarmyndun færi ekki fram í þingsölum skömmu fyrir kosningar heldur eftir þær.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira