Lífið

Milljónir fyrir Shilpu í Bretlandi

Shilpa Shetty yfirgefur hús Stóra Bróður eftir sigurinn í gær.
Shilpa Shetty yfirgefur hús Stóra Bróður eftir sigurinn í gær. MYND/AP

Bollywood stjarnan Shilpa Shetty varð sigurvegari Celebrity Big Brother í Bretlandi í gær þegar hún hlaut 63 prósent atkvæða í símaatkvæðagreiðslu. Shilpa, 31 árs, varð heimsfræg þegar hún varð fyrir kynþáttaníði bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody, en hún var rekin úr þáttunum í næstu atkvæðagreiðslu á eftir.

Framleiðanda þáttanna, sjónvarpsstöðinni Channel 4, bárust 40 þúsund kvartanir vegna kynþáttaníðsins.

Indverska stjarnan hefur ráðið umboðsmanninn Max Clifford til að höndla starfsferil sinn í Bretlandi, en hann þykir einn helsti sérfræðingur í almannatengslum þar í landi. Clifford sagði að Shilpa hefði þegar fengið fjölda tilboða bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir, en nú þyrfti hún að ákveða hvað hún vildi gera.

Hann sagði að Shilpa hefði staðið sig frábærlega vel í Stóra Bróður þáttunum, sérstaklega með því að fyrirgefa ummælin og segja að þau væru byggð á fáfræði frekar en kynþáttafordómum.

Bollywood stjarnan sagði að Jade Goody, Danielle Lloyd og Jo O´Meara sem allar komu við sögu varðandi kynþáttaníðið, ættu að fá að vera í friði. Þær væru ungar, ekki kynþáttahatarar.

Áætlað er að Shilpa fái milljónir punda fyrir sjónvarps- og kvikmyndasamninga eftir að hafa unnið keppnina í Big Brother.

 

The 31-year-old Indian star won the public's support after a fellow contestant hurled racially tinged insults at her in an episode that led to a record 40,000 complaints to mediaregulators about the program.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.