Lífið

Síðasta mynd Irwins sýnd í Ástralíu

Steve Irwin var með líflegri sjónvarpsmönnum og það var aðdáendum hans áfall þegar hann lést.
Steve Irwin var með líflegri sjónvarpsmönnum og það var aðdáendum hans áfall þegar hann lést.

Síðsta heimildarmynd Steve Irwins verður sýnd í dag í heimalandi hans Ástralíu. Myndin fylgir Irwin síðustu dagana fyrir dauða hans í September, þegar hann var stunginn til bana af stingskötu. Heimildarmyndin sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Channel 9 heitir Sjávarins hættulegustu og er kynnt af ekkju Irwins, Terri.

Í myndinni tekst Irwin á við hákarla, eitraða fiska og krókódíla, auk þess að flytja skilaboð um mikilvægi samræðna. Fréttavefur BBC greinir frá því að sá sem talar undir sé Philippe Cousteau, en hann fylgdi krókódíla manninum í hinni örlagaríku ferð þegar stingskatan varð honum að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.